Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 17
SKINFAXI 65 Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál. Stephan hefði óhikað getað sagt með öðrum íslenzk- um skáldbróður sínum: „Mér eru fornu minnin kær.“ Þó var hann fjarri því að vera fornaldardýrkari, eins og Sigurður Nordal bendir réttilega á í fyrrnefndri ritgerð sinni, og hann bætir jafn réttilega við um skáldið: „Þegar hann yrkir um liðna tima, er honum ekki efst í huga gullöld Islendinga, alsæl þjóð, dýrmælt herfang og skrautbúin skip, — heldur kjarkur, metn- aður og karlmennska, sérkennilegir og stórskornir ein- staklingar, sem stoi'ka ofureflinu og ryðja nýjar braut- ir.“ 1 þeim anda yrkir hann stórbrotin og frumleg sagna- kvæði eins og „Illugadrápu“ og „Sigurð trölla“, en um slík kvæði hans má tíðum segja hið sama og um náttúrulýsingar hans, að samtíðin speglast i fortiðar- lýsingunum; þau kvæði lians verða að öðrum þræði djúptækar og tímabærar mannlífslýsingar. Gott dæmi þess er kvæðið „Hjaðningavíg“, þar sem baráttunni milli framsóknar og l'astheldni er lýst með þeirri djörfung og sannleiksást, sem skáldinu var eiginlegt. Heilhrigð afstaða hans til fortíðar og samtíðar lýsir sér annars ágætlega í vísunni fögru „Hugur og hjarta“, sem vel má kallast spakmál áminning um að forðast öfgar í hvora áttina sem er: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Ekki er það heldur nein tilviljun, að bæði náttúru- lýsingar og söguleg kvæði Stephans verða svo oft að mann- og lífslýsingum; mannást hans og mannúðar- andi kynda þar undir og fundu sér beina framrás í 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.