Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI kynna fyrir félögum á fundunum, hugmyndina um stofnun leiðbeinendadeildar við Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni og starfsíþróttimar. Líka reyndi ég að kanna hug félaganna lil þessara mála og fá úr því skorið, hvaða viðhorf þeir hefðu í þessum efnum. — Kannske við tölum þá fyrst um leiðbeinendadeild- ina. Er það ekki hugmyndin um eins konar foringja- námskeið fyrir ungmennafélögin? — Jú. Um þetta hefur verið rætt á þingum U.M.F.I. og raunar gerð um það samþykkt. Hugmyndin er sú, að við Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni verði komið á fót fjögurra eða fimm mánaða námskeiði fyrir þá, sem áhuga hafa á leiðbeinendastörfum í félögunum. Verkefni deildarinnar yrði tvíþætt, annars vegar að vekja áhuga og skilning á félagsmálum, liins vegar að l)úa þátttakendur undir að taka að sér forystu og leiðbeina í félagsstörfum, t. d. í fundarsköpum og ræðugerð, söng, íþróttum, þjóðdönsum og leikstarfsemi. — Hvernig voru undirtektir manna? Yfirleitt góðar. Helztu vandkvæði eru auðvitað þau, að hér yrði alls ekki um neinn réttindaskóla að ræða, en nú eru tímar próf- og atvinnuréttindaskóla. Hins vegar yrðu þessi námskeið einungis fyrir áliuga- menn, án þess um nokkur réttindi væri að ræða, og þvi óvíst, hvort æskumenn vildu sækja þau. — Um hitt voru menn yfirleitt á einu máli, að ungmennafélögun- um væri mikil nauðsyn á að eignast slíka miðstöð fyrir foringjaefni, eða eins konar lijarta, sem stöðugt veitti nýju blóði hugsjóna og nýjunga út i æðanet hreyf- ingarinnar. — Á Laugarvatni eru einnig liin ákjósan- legustu skilyrði fyrir þess konar miðstöð. Þar er nú að rísa upp menntaþorp, þar ætti að verða hægt að fá góða aðstoð ó mörgum sviðum. Staðurinn er því mjög heppilegur. Að sjálfsögðu verður að undirbúa þetta mál vel og hrapa ekki að neinu um framkvæmdir. T. d. er nauðsynlegt, að námskeiðin séu á þeim tima árs,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.