Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 19
SKINFAXI 67 hans, má hins vegar finna þess mörg dæmi, hve vel hann kunni að meta manndóm og drengskap, og er „Helga-erfi“, um vin hans Helga Stefánsson, bróður Jóns skálds Stefánssonar (Þorgils gjállanda), alkunn- ugt dæmi þess, og ekki síður merkilegt fyrir það, hve sönn lýsing það er einnig óbeinlínis á skáldinu sjálfu, og taka þessi erindi af skarið um það, að svo er: Meðan uppi er eikin há, illt er vöxt að greina. Niðrí holti heiglustrá hæðarmörkum leyna. Verða um stórleik merkismanns misgár ýmiss konar. Svo fór það um haginn hans Helga Stefánssonar. Sönnu næst, að sjálfir við sæjum, hvað hann gilti, þegar autt var öndvegið okkar, sem hann fyllti. Hvar sem Helgi lieitinn fór, hyggjum við, að finnum: eftir situr svipur stór samt í flestra minnum. Helgi hjóst með hug og ráð hélzt ei inni í skála-- þegar hvöttu að drýgja dáð dísir réttra mála. Hreifur fram á hinztu stund hann um mein sitt þagði, faldi sína opnu und undir glöðu hragði. 5+

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.