Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 26
74 SKINFAXI líf í mannskapinn. En nótabassarnir hafa ráðin hér, nótabát- arnir tveir hlýða fyrirskipunum þeirra skilyrðislaust. Skökk fyrirskipun eða mistök geta verið dýrkeypt, því að kast getur auðveldlega til einskis orðið. Nótabassinn skipar fyrir, nótin fer í sjóinn, tekið er í línuna, sem dregur nótina saman í botninn, og síldin er innilokuð. En nú er að bjarga kastinu. Nótabátarnir taka að draga nót- ina upp. Þegar þeir eru búnir að draga hana nógu hátt, kemur aðalbáturinn á vettvang til þess að innbyrða síldina úr nót- inni. Nú er nótin eins og sjóðandi töfrapottur, því að síldin spriklar og kastast í trylltum hamförum. Vindan um borð dregur háfinn. Oft kemur fyrir, að síldin sprengir nótina. Stundum leitar síldin beint niður, og þá getur verið erfitt að halda nótinni uppi. Reknetjabátarnir hafa lagt trossur sínar. Reknetjaveiðin fer helzt fram á nóttinni. Netjunum er lagt djúpt eða grunnt eftir því, hvernig síldin hagar sér. Reknetjabátarnir geta fengið mörg hundruð tunnur síldar á nóttu, en að sjálfsögðu fer það eftir netjafjölda. Á síðustu árum hefur ein nýjung komið til sögu í sambandi við veiðarnar. Það eru hjálparbátarnir. Köstin eru oft svo stór, að herpinótarbátarnir fá ekki borgið þeim af eigin ramm- leik, og þá er að ná í hjálparhát. Á þessum hjálparbátum eru oftast 6 eða 7 menn. Sumir hafa kvartað yfir því upp á síð- kastið, að þessir hjálparbátar séu of margir. Það er ógleymanleg sjón, þegar bátarnir kveikja á kast- ljósunum. Þá er hægt að ræða um eldhaf í orðsins fyllstu merkingu. í ár var æskulýðsskipið Brandur V. í Álasundi og fór ferðir út á síldarmiðin. Fólk frá ýmsum byggðarlögum tók sér far með skipinu til þess að sjá síldarævintýrið. Óhemju mikil síld getur borizt á land á einu dægri. Og þótt merkilegt megi heita, mun 3. febrúar í ár verða skráður í sög- unni sem mesti síldardagur fram til þessa. Að minnsta kosti hefur svo mikil síld ekki borizt á land á einum degi, síðan Stórsíldarútvegsmannafélagið var stofnað árið 1927. Þennan dag komu á land í Álasundi, Málmey og Florey 660 þús. tn. síldar, og var þetta magn áætlað 12 milljóna króna virði, brúttó. Árið 1951 var metsíldveiðiár. Þá voru veiddar um 9,5 millj. tn. síldar. Verðmæti aflans nam um 160 millj. kr. brúttó. Stór- síldarvertíðin nær fram til 10. eða 15. febrúar. Það hnikast frá ári til árs. í ár var hún til 14. febrúar. Það er fitumagn síldarinnar, sem segir til um það, hvenær hún hættir að vera stórsild og kallast vorsíld.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.