Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 43
SKINFAXI 91 jPoriteinn ^2i, marááon . Glhli íþrótta Við, sem vinnum að íþróttamálum þjóðarinnar, verðum oft fyrir hnútakasti. Okkur er ætlað það, að okkur gangi ekkert annað til en hækkun meta. Allt það ágæti, sem við teljum íþróttaiðkunum til gildis, strjúkist af iþróttafólkinu jafnskjótt og það smeygir sér úr íþróttabúningnum. Oft verðum við skotspónn alls konar háðskota. Iðulega er spurt: Hvaða þýð- ingu hefur allt þetta sprikl fyrir hið daglega líf? Tökum í þéssu sambandi til athugunar kringlukast. Sá, sem kasta á, stendur í hring, að þvermáli 2% m, og honum er gert að kasta 2 kg. hlut eins langt og honum er unnt innan 45° horns sitt hvoru megin kaststefnunnar, án þess að Stíga út fyrir liringinn. Þetta er íþróttalegt verkefni. Ef slíkt verk- efni lægi fyrir í daglegu lifi, að færa hlut úr stað mn vissa vegalengd, í vissa átt, innan vissra talcmarka, myndi það alls ekki vera leyst með þeim hreyfingum, sem krafizt er af kringlu- kastara á íþróttavelli. Nei, sá, er leysa skyldi verkefnið, myndi óðar taka til fótanna með kringluna í hendinni og setja hana þar niður, sem lielzt væri óskað. Eða hann velti henni bara. Á íþróttasvæðinu verður þessu verkefni ekki svo auðveld- lega gerð full skil. Til þess að kringlukastarinn leysi verkefnið — íþróttina — fullkomlega, þarfnast hann sjálfur mikillar þjálf- unar og íþróttin æfingar. Þjálfunin veitir iðkanda styrk í vöðva, liðleika í 110811101,, þrek í ýmis liffæri og nákvæmni i tauga- starf. Æfing íþróttarinnar færir honum nákvæmni, vandvirkni, einbeitingu og hnitmiðun í hugsun. Þrautseigjan við að leysa verkefnið sífellt betur í livert sinn, er hann kastar, eykur og temur þolinmæði hans. Síðast en ekki sízt veitisl honum ánægja af hreyfingunni og gleði yfir því að leysa ákveðna þraut áþreifanlega betur og betur. Furðar nokkurn á því, þegar iþróttir eru skoðaðir í þessu ljósi, að æskufólk sækist eftir að iðka þær og leysa fjölbreyti- leg iþróttaverkefni? Og myndu ekki þeir eiginleikar, sem liér hafa verið taldir, koma hverjum og einum að góðu haldi í daglegu lífi, við öll venjuleg störf? Samt lít ég svo á, að þýðing íþrótta sé önnur og meiri. Til þessa hef ég mest rætt um hina líkamlegu þjálfun kringlu- lcastarans. En það er önnur lilið á málinu. íþróttir hafa einnig sálrænar verkanir. Við vitum, að íþróttir styrkja skaphöfn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.