Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 38
86 SKINFAXI réttan hátt. Allt eru þetta atriSi, sem koma fyrir við dagleg störf, og hafa því mikla hagnýta þýöingu. Hér fer saman leik- ur og list, þeim til gagns og gamans, er keppir, og áhorfend- um til yndis og lærdóms. Akbrautin og lýsing hennar. Akbrautin getur verið á sléttum, þurrum velli, eða mel, hvar sem er. Ven.julegur íþróttavöllur hentar mætavel, en er engin nauðsyn við æfingar. Hins vegar er iþróttavöllurinn tilvalinn staður, er keppa skal í augsýn margra áhorfenda. Fellur keppni í traktorakstri þvi vel inn í venjuleg íþróttamót og þá að- stöðu, sem þeim er búin. Myndin á bts. 4 sýnir akbraut, sem að stærð og legu er miðuð við stærð venjulegs íþróttavallar, og helzt á brautin ekki að vera skemmri en 400 metrar. Brautina má hins vegar leggja á mjög mismunandi hátt og haga því eftir landslagi og aðstöðu, ef keppnin fer ekki fram á íþróttavelli. Hin einstöku mörk og æfingar nefnast þannig: V. 1, 2 og 3. 4. 5. 6 og 7. 8. 9, 10, 11 og 12. 13. 14 og 15. B. M. Viðbragðslína. Hlið. Viðnámslína, þar sem breytt er um ökustefnu. Planki, 10 m langur og 25 cm breiður. Hlið. Viðnámslína, þar sem breytt er um ökustefnu. Hlið. Vegamót. Hlið og hringakstur gegnum þau. Brúsapallur. Mál. Fjöldi liliða getur verið mismunandi eftir lengd brautarinn- ar, og hliðin staðsett á mismunandi hátt eftir aðstöðu og vild þeirra, er staðsetja og móta keppnina, svipað og við svigkeppni á skíðum. Breidd liliðanna er miðuð við breidd traktors og kerru, og eiga hliðin að vera 30 cm breiðari en mesta breidd ökutækj- anna. Þar eð gera verður ráð fyrir nokkuð misbreiðum trakt- oruin og traktorkerrum, eru negldir nákvæmlega jafnlangir borðrenningar þvert yfir kerrurnar, einn yfir hverja kerru. Eru þeir hafðir 15 cm styttri heldur en breidd hliðanna, svo að það verður aðeins 7,5 cm akstursbil til hvorrar hliðar við kerruna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.