Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 35
SKINFAXI 83 byggða, ungmennafélögin, verði starfi sínu vaxin í framtíð- inni og standi vörð urn arfinn, sem feður og mæður fengu okkur í hendur, islenzka tungu, þjóðerni, erfðamenningu og sjálfstæði landsins. Að treysta á sjálfa sig og landið, sem oss hefur verið gef- ið, það er fyrst og fremst hlutverk æskunnar i dag og alla tíma. Því það, og það eitt, skapar þá kjölfestu, sem getur boðið hættunni byrginn á örlagastundu; sem er fært um að skapa einingu, víkja öllu dægurþrasi til hliðar, þegar verja þarf arf- inn, sem oss hefur veið fenginn í hendur. Aðeins órjúf- andi ást á landinu, sem hefur fóstrað oss, og trú á mögu- leika þess, getur gert oss fært um að verja sjálfstæði ís- lands, tungu og erfðamenningu. Á þessari leið inn i ókomna framtíð, þar sem æskan verður að gegna hlutverki brautryðj- andans, þar á saga landsins og þjóðarinnar að vera hinn ör- uggi leiðarvísir. Sá, sem gerþekkir sögu þjóðarinnar, hann á að vita hverju sinni, livert lialda skal. Fyrir honum standa atburðir sögunnar ljóslifandi, bæði þeir, er leiddu til glötunar á sjálfstæðinu, og eins hinir, þar sem baráttan var upptekin og sótt fram á sigurbraut. Þarna er að finna þann varðaða veg, sem gerði okkur að þeirri þjóð, sem vér erurn í dag. Lærum af sögunni og verum trúir í hlutverki framtíðarinnar. í dag, þegar vér erum hér samankomin til að minnast þess- ara merku timamóta í sögu þessa félags, þá á ég enga betri ósk til handa ungmennafélögum landsins en þá, að þau verði í framtiðinni snar þáttur í hinni nýju freslishreyfingu íslands, sem einkennast verður af ást á landinu og trú á möguleika þess, til að skapa hér fullkomið, sjálfstætt menningarþjóðfélag. Sameinumst því, i trú og trausti á landið og sjálfa oss. Stöndum sameinuð um sjálfstæði landsins, tungu, þjóðerni og. erfðamenningu, þá mun oss vel farnast. 6*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.