Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 11
SIÍINFAXI 59 taka sem dæmi þetta alkunna og dáða erindi úr hinu síðastnefnda: Yfir heim eða himin iivort sem hugur þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín. Segja má, að skáldið sjái hér ættjörð sína í fegraðri mynd gegnum sjónargler l'jarlægðar og saknaðar, en ofin er sú draumsýn innstu og einlægustu hræringum hjarta hans og eilífðarvonum. Jafnframt er þess að minnast, að hin djúpstæða ættjarðarást skáldsins varð honum miklu meira en uppistaða og ívaf ágætra kvæða og hjartaheitra; hún varð honum brennandi áminning og eggjan til dáða með ýmsum hætti. Má i því sambandi minna á eftirfarandi ummæli úr ræðu, er Baldur Sveins- son hélt fyrir minni skáldsins á samkomu á lsafirði i heimferð hans 30. ágúst 1917: „Þó að ættjarðarkvæði Stephans sé íogur, þá er ekki minna um það vert, hver hugur hefur jafnan fylgt máii í öllum þeim kvæðum. Ég skal nefna eitt dæmi því til sönnunar, að hann hefur ekki látið staðar nema við orðin ein. — Þegar farið var að selja hlutabréf Eim- skipafélagsins, þá tók Stephan sig upp frá heimili sinu og hitti hvern Islending í sínu byggðarlagi, til að fá þá í félagið, og varð vel ágengt. Mér er ánægja að geta sagt frá þessu opinberlega, og það því fremur, sem þetta félag liefur nú flutt skáldið heim hingað og iieitið hon- um heimflutningi sem gesti sínum.“ Bæta má því við, að skáldið orti snjallt kvæði, „Skipa- minni“, í tilefni af stofnun Eimskipafélagsins, þar sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.