Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI 2)r. ŒicL ard idecL, pró^etior: Stephan G. Stephansson - Aldarminning - Fyrir rúmum áratug fór ég í þjóðræknis- og ræðu- haldaerindum vestur á Kyrrahafsströnd, og ]jar sem leið mín lá um íslenzku byggðirnar í Saskatcliewan- í'ylki í Canada, notaði ég tækifærið til þess að koma jafnframt við í íslenzku hvggðinni í Alberta-fylki, en þar var skáldið Stephan G. Stephansson bóndi Iengstum ævinnar, eins og alkunnugt er. Hafði mér lengi leikið hugur á því, að koma á þær ævistöðvar skáldsins, er mér, eins og fjölmörgum öðrum löndum hans, voru orðnar kunnar og kærar af kvæðum hans, og nú rættist sá draumur á fögrum sumardegi, sem mér mun aldrei úr minni líða. Að sjálfsögðu kom ég á heimili skáldsins, en þar voru þá enn með kyrrum kjörum bókasafn hans, skrifborð hans og stóll. Gerðist ég svo djarfur að setjast í stól hans við skrifborðið, og það var sem djúp helgikennd gripi Iiug minn, er ég settist þar; orðin frægu „Drag skó þína af fótum þér“ hljómuðu mér i eyrum. Því að í þessum sessi hafði skáldið vafalaust oft setið, þegar hann á andvökunóttum orti ljóð sín, en eins og hann Itichard Beck.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.