Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 34
82 SKINFAXI Jóli ann J. £. J<M: Æskan og framtiðin (Rœða flutt á 40 ára afmælisfundi Umf. Björns Hitdæla- kappa, að Arnarstapa á Mýrum, G. júlí 1952). Á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar fór ferskur frelsis- gustur um þetta land. Það var vor i lofti, og æskan, sem lióf gönguna mót hækkandi sól, hún trúði á framtíðina og treysti á sjálfa sig og landið. Þessi sjálfstæðis- og frelsishreyfing var borin uppi af tveim meginþáttum, sem voru ungmennafélags- skapurinn og samvinnuhreyfingin. Gömul verzlunaránauð var að lúta i lægra haldi fyrir rísandi kaupfélögum fólksins. Og á stjórnmálasviðinu var draumurinn um frjálst ísland orðinn að vökudraum þjóðarinnar, borinn uppi af ungmennafélöguin landsins og öðrum fjöldahreyfingum alþýðunnar. Ungmenna- félögin voru liin þjóðlegu félagssamtök, liafin yfir alla flokka og flokkserjur. Þar vpru málin rædd og rökstudd, og einkenndi drengskapur jafnan umræður, þó ýmis sjónarmið kæniu fram. Æskan, sem bar uppi ungmennafélagshreyfinguna og ruddi frelsinu braut, leit á sig sem erfingja landsins og var staðráðin í að taka á móti arfinum og auka við hann. Ræklun lands og lýðs var því eitt af meginstefnumálum þessa félagsskapar. í dag, þegar vér erum liér saman komin til að minnast 40 ára afmælis þessa félags, þá er rétt að staldra við og spyrja þessarar spurningar: Er i dag þörf fyrir ungmennafélagshreyf- inguna i landi voru? Eru sérstök verkefni, sem kalla á þessi félagssamtök nú, til starfs og dáða? Þessu svara ég hiklaust þannig: Vér lifum á miklum umbrotatímum, tímum stórra á- taka, þar sem margvislcgar hættur steðja að landi og þjóð. Vér búum nú í tvíbýli i landi voru. Annars vegar erum vér, ibúarnir, erfingjar landsins, hins vegar er erlendur her fram- andi þjóðar, með ólíkt mál og gerólika crfðamenningu og siði. Tunga vor, þjóðerni, erfðamenning og sjálfstæði, er því ber- sýnilega í aðsteðjandi hættu. Hér er því aðkallandi verkefni fyrir ungmennafélagshreyfingu landsins. Verkefni, sem kailar á það bezta, sem býr í liverjum æskumanni og æskukonu þcssa lands, ef vér eigum ekki að glata arfinum, sem oss hefur verið fenginn í hendur. Ég trúi á framtíðina og æsku þessa lands. Ég treysti því, að Iiinn þjóðlegi félagsskapur íslenikra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.