Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI í bókstaflegri merkingu. 1 kvöldkyrrðinni hófst mér við sjónum víðlent og fjölskrúðugt landnám hans í andans heimi, í ríki íslenzkra bókmennta, því að þar var hann sannarlega mikill landnámsmaður eigi síður en í nýbyggðunum íslenzku vestan hafs. Ekki þarf lengi að blaða í bindunum sex af Andvökum hans lil þess að sannfærast um það, hver landnemi hann var „í hug og hreimi“. Og víðlendi skáldskapar hans, auð- legð og dýpt, er enn dásamlegra, þegar i minni er borið, að ritstörf skáldsins eru unnin í hjáverkum, og um annað fram á næturvökum, samhliða þungum og þreyt- andi daglegum störfum til framfærslu stórri fjölskyldu. „Hann varð aldrei f jáður maður, cn hann þótti atorku- samur og góður búþegn“, segir Jónas Þorbergsson um Stephan í prýðilegri minningargrein sinni i Iðunni (1934). Kemur það heim við vitnisburð sveitunga skáldsins, sem ég hefi rætt við um búskap hans. Eins og dr. Sigurður Nordal leggur áherzlu á í hinni snilldar- legu inngangsritgerð sinni að úrvalinu úr Andvökum (1939) er það annars eitt hið allra merkilegasta um Stephan og sýnir glöggt manndóm hans og skapfesíu, hve frámunalega vel honum tókst að verða við kvöðum hinna daglegu skyldustarfa annars vegar og ásækinni skáldskaparþörf sinni hins vegar, en það varð auðvitað hvorki átaka né sársaukalaust, eins og sjá má mörg merki i kvæðum hans, og hvergi fremur en í „Afmælis- gjöfinni“. Jafnvægi Stephans í hugsun, heilskyggni hans, lýsir sér einnig vel í því, hve fagurlega hann skiptir ljósi og skugga milli hjartfólginnar ættjarðarinnar og hugstæðs fósturlandsins. Um djúpstæða ættjarðarást hans, sem er hinn heiti undirstraumur margra fegurstu kvæða hans, er óþarft að fjölyrða, og nægir um þá hliðina á skáldskap hans að minna á kvæði eins og „Ástavísur til Islands“, „Lyng frá auðum æskustöðvum“ og „Or Islendingadags ræðu“ (Þó þú langförull legðir), og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.