Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 manns á þeim bátum samtals. Á netjabátum eru 7—8 menn, og á þeim eru því samtals 15 þús. manns. Sjómenn á öllum síldveiðiflotanum eru því um það bil 25 þús. manns. Síldarbátarnir þurfa mikinn útbúnað. Tveir nótabátar fylgja hverjum herpinótarbát. Áður voru þeir aðeins úr tré, en nú eru þeir sífellt fleiri úr stáli. Fyrir stríð var þeim róið, nú eru vélar í þeim. Tveir slíkir nótabátar með vélum kosta upp undir 40 þús. kr. Þá eru það léttibátarnir, sem nótabassinn hefur aðsetur á, þegar hann leitar eftir síld. Undir það síð- asta hafa menn farið að nota bergmálsdýptarmæli á léttibátn- um, og eflaust verður það algengt á næstunni. Vélútbúnum herpinótarbát fylgja 3—4 síldarnætur. Ný nót kostar um 30 þúsund kr. Það er mikilvægt, að bátarnir hafi meira en eina nót, því að þá er hægara að ná sér í nýja nót í landi, ef sú rifnar, sem í notkun er. Venjulega hafa bátarnir aðeins eina nót um borð. Næstum því allir herpinótarbátarnir hafa talstöð. Það er mjög þýðingarmikið á síldarmiðunum, því að allt ríður á því að fylgjast með, hvar síldin er. Tal- stöð kostar frá 3 upp í 12 eða 13 þús. eftir stærð og styrkleika. Langflestir herpinótarbátar hafa bergmálsdýptarmæli. Hann kostar milli 10 og 15 þús. kr. Samkvæmt nýjustu skýrslu hafa 3 þús. bátar bergmálsdýptarmæli. Lauslega áætlað munu veiðarfæri og annar útbúnaður herpi- nótarbáta kosta yfir 200 þús. kr. Þegar nú þessir bátar eru samtals yfir 400, er auðvelt að reikna út, hvílíka geysifjárhæð hér er um að ræða. Þessir herpinótarbátar taka frá 1 þús. til 4 þús. tunnur af síld. Nýjustu bátarnir taka til jafnaðar yfir 3 þús. tn. Þá eru reknetjabátarnir. Venjulegast hafa þeir 30—40 net í trossu. Og þegar allt er reiknað með, kosta þessar reknetja- trossur allt að 16 þús. kr. — Mikill hluti reknetjabátanna hafa bergmálsdýptarmæli og talstöð, og þegar þetta er reiknað, kemst kostnaðurinn við útbúnað reknetjabáts upp í 50 þús. kr. Á SÍLDARMIÐUNUM. Við erum úti á síldarmiðunum. Og hér er sannarlega líf og fjör. Herpinótarbátarnir liggja í hvirfingu, og léttibátar og nótabátar bruna allt í kring. Nótabassarnir í léttibátunum hafa lóðin í höndum, og þeir eru karlar, sem kunna til verka. Með lóðinu finna þeir, hvar sildin er, hve þétt torfan er, hvort síldin er djúpt eða grunnt, og á hvaða leið hún er. Nú verða nótabassarnir varir við síld. Þá færist heldur betur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.