Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 18
66 SKINFAXI hinum mörgu, efnismiklu og svipmiklu kvæðum hans um samtíðarmenn og málefni; oft í bitrum og mark- vissum ádeilum, þrungnum djúpri réttlætiskennd og sannfæringarhita; vegur skáldið þar djarft að þjóð- félagslegum meinsemdum og misbrestum og hallasí eindregið á sveif mcð verkalýðnum, enda telur hann sig í eðli sínu jafnaðarmann, en var samtímis ávallt mikill einstaklingshyggjumaður og of sjálfstæður í hugsun til þess að ganga á mála hjá nokkrum stjórn- málaflokki. 1 hinu tilþrifamikla kvæði sínu: „Við vatnið1', segir Stephan á einum stað: Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða. Hann gat þar flestum fremur úr flokki talað, því að leit er á skáldi, sem er eins næmt á þjóðfélagsleg og andleg veðrabrigði um allar jarðir eins og hann var. Viðfeðmum áliugaefnum hans og samúð með mann- anna börnum, og sérstaklega lítihnagnanum og hinum undirokuðu, voru engin takmörk sett, enda sagði hann sjálfur: „öll veröld sveit mín er“. Nægir um það að minna á hið stórbrotna kvæði hans „Transvaal“, þar sem hann hellir úr skálum fyrirdæmingar sinnar yfir Breta fyrir meðferð þeirra á Búunum. Hér, eins og víða annars staðar í kvæðum Stephans, talar heims- liorgarinn, þvi að hann var það í fegurstu merkingu orðsins. Víðfleyg orð hans, „Til framandi landa ég bróðurhug ber“, voru töluð beint út úr lijarta hans. Og þá er ekki erfitt að skilja það, hversvegna hann, hinn mikli mannvinur, var jafn einlægur og djarf- mæltur friðarvinur, eins og kvæðaflokkur hans Víg- slóðir ber órækastan vottinn, þar sem skáldið fordæmir vægðarlaust vígaferli og styrjaldaraðila alla. I öðrum kvæðum Stephans, og ]iá ekki sízt erfiljóðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.