Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI En Stephan hefur eigi aðeins ódauðlegt gert í kvæðum sínum hrikafengið umhverfi sitt í Alberta með stór- skornum andlitsdráttum þess og svipbrigðum. Með sömu snilkl hefur hann lýst andstæðu fjallalendisins, fangvíðu sléttuhafinu, og hvergi á minnistæðari hátt en i kvæðaflokkinum Á ferð og flugi, en þetta er upp- hafið: Um sléttur og flóa har eimlestin oss í áttina norðrinu mót. Á vinstri hlið silalegt aurana óð ið óslygna, skoluga fljót, sem lyfti ei fæti í foss eða streng — þvi fjör, jafnvel straumanna, deyr, að vanga um aldur með fangið sitt fullt af flatlendis svartasta leir. Það blasti við útsýnið einkennalaust, nema aðeins þar skóggyðju hönd á sléttuna lagði um lækjanna barm sín laufofnu kniplinga bönd. Sjálft landið var útlits sem endalaust borð allt órifið, kvistlaust og vænt, sem náttúran hefði ögn hallað á röð og heflað og málað svo grænt. Fjölbreyttar náttúrulýsingar, litbrigðiríkar en þó raun- sannar, eru því mikill þáttur og margslúnginn í skáld- ska]) Stephans, og fer það að vonum um mann, sem lifði lífi sínu við móðurbrjóst moldarinnar og gæddur var óvenjulegri djúphyggni, næmu eyra og hvassri sjón. Þessar snjöllu og rauntrúu náttúrulýsingar skálds- ins eru þó löngum miklu meir en meistaralega gerðar myndir af hinni ytri náttúru einni saman; óðar en varir eru þær orðnar djúpsæjar mannlífslýsingar og eggjandi til umhugsunar. Náttúran og lífið voru i augum skáldsins órofin heild, og hann átti í ríkum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.