Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 41
SKINFAXI 89 sem er búinn að reyna þrisvar sinnum, án þess að honum tak- ist að þræða plankann, má aka leiðar sinnar og halda áfram keppninni, án þess að tefja sig á þvi að reyna í fjórða sinn. 4. Vegamótaþrautin. Keppandi, sem snýr við á vegamót- um, án þess að traktor eða kerra snerti plankana, sem afmarka vegamótin, fær 20 stig fyrir það. Snerti traktor eða kerra planka, dragast 2 stig frá i hvert sinn, er það vill til. Kepp- andi, sem snertir planka tvisvar sinnum, fær þvi ekki nema 16 stig. ‘ 5. Véltækni. Dómarar gefa fyrir meðferð traktors og tækni við aksturinn, að því er nær til vélarinnar, eftir óliti. Fyrir ágæta meðferð fær keppandi 20 stig. Við frádrátt er einkum tekið tillit til þessarra atriða: Ónákvænmi við að nema stað- ar, og ef numið er staðar á harkalegan hátt. Ógætni við að fara af stað, t. d. ef vélin er látin rykkja traktornum af stað. Keppandi lætur vélina hamast. Illa er skipt um gír. Misnotkun á aðaltengslum, t. d. ef keppandi stendur á tengslafetanum við akstur aftur á bak og lætur traktorinn draga þannig af sér. Dómarar og tímaverðir. Dómarar þurfa að vera 4 og tímaverðir 2. Aulc þess eru að- stoðarmenn við að lagfæra lilið og fleira. Tveir dómarar dæma aksturinn i gegnum hliðin og aksturinn aftur ó bak langs eftir plankanum. Aðrir tveir dómarar dæma, livernig snúið er við á vegamótum og véltækni keppenda. Dómararnir fylgja keppendum við aksturinn, sitja eða standa á kerrunni. Auk tímavarða eru hjálparmenn, sem reikna útkomuna jafnóðum og liver keppandi liefir lokið akstri sín- um, og afhenda þeim, sem stjórnar mótinu, útkomuna, en hann tilkynnir áhorfendum árangurinn eins fljótt og við verður komið. Einn maður þarf að vera við hvert hlið, ef vel á, að vera, til að reisa hliðstaura, sem eru felldir, og gæta þess að breidd hliðsins raskist ekki. Tvo menn þarf til að mæla lengd ökutækja og ganga frá þverslám á kerrum. Loks þarf tvo menn til að færa til plankana, sem marka vegbreidd við vega- mótaþrautina, svo að vegbreiddin sé i samræmi við lengd öku- tækjanna. Vel getur hentað við keppni i traktorakstri að hafa vöru- bíl á miðjum vellinum og hátalara á palli bilsins. Þaðan stjórn- ar leikstjóri mótinu, ávarpar keppendur og áliorfendur og les upp árangur og stigatöiur. Þaðan tala einnig ræðumenn, sem til móls kunna að taka við setningu og slit mótsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.