Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 47
SKINFAXI 95 FRÉTTIR og FÉLAGSMÁL Aldarminning Stephans G. Stephanssonar. Á þessu ári er öld liðin frá fæðingu Stephans G. Stephans- sonar. Hann er fæddur 3. október 1853 á Kirkjubóli, hjáleigu frá Víðimýri í SkagafirSi. Ætla skagfirzku ungmennafélögin aS reisa honum veglegan minnisvarSa á æskustöSvum hans á þessu ári. Hefur Skinfaxi oft áSur minnzt á það mál. Dr. Richard Beck, prófessor i Grand Forks i Norður-Da- koda í Bandaríkjunum, hefur nýlega skrifað hina snjöllu grein um Stephan G., er birt er i þessu hefti, og sent hana Skin- faxa. Fylgir greininni kær kveðja til íslenzku ungmennafélag- anna frá höf., og er greinin „aðeins dálítill vinarvottur frá mér til ungmennafélaganna", eins og hann kemst að orði í bréfi til ritstjóra. — Skinfaxi þakkar þennan ágæta „vinar- vott“. 1 júnímánuði koma hingað til lands allmargir Vestur-ístend- ingar í orlofsferð, undir leiðsögn Finnboga Guðmundssonar, hins unga íslenzka prófessors í Winnipeg. í förinni er frú Rósa Benediktsson, dóttir Stephans G. Stephanssonar. Hefur nú verið tilkynnt, að hún verði gestur íslenzku ríkisstjórnarinnar, meðan hún dvelur hér. Skýrsla íþróttanefndar ríkisins 1950—’52. íþróttanefnd rikisins — sú fjórða í röðinni síðan iþrótta- lögin voru sett 1940 — lauk störfum i marzmánuði siðastliðn- um. Hún liefur sent frá sér fróðlega skýrslu um hag og fram- kvæmdir íþróttamálanna árin 1950—’52. Skýrslan skiptist í 11 aðalkafla, sem gefa mjög tæmandi yfirlit um, livað gert er í einstökum greinum íþróttamannvirkja. Á þessum árum hefur verið unnið við 30 sundlaugar, sem ýmist eru i byggingu eða endurbætur gerðar á eldri laugum. í sambandi við rekstur hinna stærri sundlauga kemur í Ijós að aðsókn hefur farið minnkandi. Sundhöll Reykjavikur sótti 1,29% bæjarbúa á dag árið 1937 til jafnaðar, en 0,80% árið 1952. í sundhöll ísafjarðar var dagleg aðsókn 5,91% íbúanna 1946 en 2,7% árið 1952. Hefur þetta lækkað með liverju ári,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.