Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 15
SIÍINFAXI 63 mæli hæfileika allra mikilla skálda til að sjá hið stóra i hinu smáa. Dr. Guðmundur Finnbogason hafði lauk- rétt að mæla, er honum fórust þannig orð um náttúru- lýsingar skáldsins í ágætum inngangi sínum að safn- ritinu Vestan um haf (1930): „Beztu lýsingar Stephans hafa það enn sér til ágæt- is, að um leið og orðunum slær niður einmitt þar sem þeim var ætlað að hitta, þá koma samlíkingarnar hvaðanæva og gera allt lifandi og sjálfstakt. Og hel'ir það ekki á öllum öldum verið einkenni hins sanna skáldskapar, að gefa öllu líf og andardrátt, að gera hina sýnilegu veröld samkvæða við sál mannsins, svo að hún verði eign hennar og óðal? 1 mörgum kvæðum Stephans finnum vér einmitt þennan undirstraum hfs- ins í náttúrunni, finnum, að lýsingin er hvorttveggja í senn: mynd hins sýnilega og saga hins ósýnilega anda, sem í |jví býr og bærist. Með þessum hætti speglar mann- hfið og náttúran hvort annað á víxl.“ 1 sumum náttúrulýsingum Stephans speglast lifs- reynsla sjálfs hans og þx-oskasaga, og þá sér i lagi í kvæðunum „Lækurinn“ og „Áin“; urn lækinn, sem óx og efldist við það, að vorhlákan snart hann, segir skáldið: Það hreif þig svo, lækur, þér leiddist að sytra i ládeyðu móki, i gleymskunnar næði. Þín straumharpan litla fór tíðar að titra, og töluvert snjallar þú fluttir þitt kvæði, og söngur þinn hertist, og hækkandi fór hann, unz hafðirðu kveðið sjálfan þig stóran. Sannarlega mun enginn sá, senx fylgist með merki- legum þx’oskafei’li skáldsins og kynnir sér vei'ulega skáldskap hans, neita því, að hann hafi „kveðið sjáll'an sig stóran“, þó að jafnframt sé viðurkennt, að hann er ekki alltaf listaskáld að sarna skapi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.