Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI 1880, og loks 1889 í grennd við Markerville í Alberta- byggðinni, þar sem hann bjó til dauðadags, 11. ágúst 1927. Hörð brautryðjendabarátta hans og annarra Is- lendinga í Vesturheimi, eins og ég hafði kynnzt henni af kvæðum hans og annarra skálda vorra vestur þar, og eftir öðrum heimildum, varð mér ljóslifandi fyrir sjón- um og rann mér til rií'ja; en jafnframt fylltist liugur minn metnaði yfir sigurvinningum íslenzkra landnema þeim megin hafsins, þó að mér væri fullljóst, hversu dýru verði þeir sigrar voru keyptir. 1 þeim lmgleiðingum gekk ég hljóður út úr heima- húsum skáldsins og fylgdist með leiðsögumanni mínum um landareign Stephans. Hann var mér enn nálægur, eigi síður en meðan ég sat í skrifborðsstól hans, og er ég hugsaði um stritið þunga við að ryðja mörkina og hrjóta landið til ræktunar, og um landnámsstríðið allt, sungu mér í huga þessar ljóðlínur hans, því að hér höfðu íslenzkar hendur verið að manndómsverki og borið merki ættstofnsins fram til sigurs: Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Og þegar ég á þeim fagra sumardegi gekk um landar- eign Stephans, hlasti mér við sjónum í allri fegurð sinni fjölbreytt og svipmikið umhverfi það, sem skáldið hafði „lifað og hrærst í“ áratugum saman, með himinháum Kleltafjöllum í fjarlægð, er gnæfðu í hrikadýrð sinni „sem risar á verði við sjóndeildarhring.“ 1 samkomuræðu minni um kvöldið þar í Jjyggðinni varð mér eðlilega tíðrætt um skáldið og tengsl hans við liana, sem lýsa sér svo fagurlega og eftirminnilega í kvæðum hans, og þá er ég líka kominn beint að skáld- skap Stephans. En umhugsunin um ]>að ínerkilega og fá- gæta fyrirbrigði, hvernig Jæssi sjálfmenntaði skagfirzki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.