Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 45
SIÍINFAXI 93 Jí(t>nzlir rithöfunJar ocj ilá('J 7: ÞOIIlSEItGlJlt ÞOltÐARSOlV ÞDRSERGUR PORÐARSDN Það kvað við hátt, þegar Þói’bergur Þórðarson stökk svo að segja alskapaður inn í íslenzkar bókmenntir. Það var árið 1924, þegar Bréf til Láru konx út. Bókiix var nýstárleg á mai’gan liátt, svo nýstárleg, að ýmsum þótti nóg um. Mikil spui’ning er, hvort Þórbergur bafi nokkru sinni farið fram úr þcinx köflum, sem bezt eru ritaðir í Bréfi til Láru. Sanxt befur hann margt vel ritað. En öll helztu einkenni hans er að finna í þeirri bók, klingjandi stíl, bersögli, kínmi, vægðai’leysi í dónxum og spámannsþrótt í boðskap. Þói’bergur Þói’ðarson er mjög sérstæður rithöfundur. Hann getur naumast talizt skáldsagnalxöfundur né ljóðaskáld. Sanxt er bann hiklaust með fremstu rithöf- uixdunx þjóðarinnar. Það er í'itsnilldin, senx skipar bon- unx þar á bekk. Hann er umfranx alla aðra hluti frábær ski'ásetjax’i, fjörugur ixáðfugl og ádeilinn heimspek- ingur. Þórbergur er fæddur á Hala í Suðursveit í A.-Skafta- fellssýslu 12. marz 1889. Hann kom ungur til Reykja- víkur, gekk í kvöldskóla einn vetur, annan vetur i kennaraskólann og tvo vetur í gagnfræðaskóla. Px’óf tók hann þó ekki. — Hann stundaði siðan norrænunám í háskólanum í fimm ár. Jafnframt fékkst hann við ýmis konar störf. Hann gaf út þrjú snxá ljóðakver, áður en Bréf til Láru kom út, Hálfa skósóla, 1914, Spaks manns spjarir, 1915 og Hvíta hi'afna, 1922. Þótt margt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.