Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 3
SKINFAXI 51 að sem bezt falli við atvinnu manna, því að þessi nám- skeið þurfa að verða sótt af æskumönnum, sem standa mitt í starfsins önn. — Þá er skammt yfir í starfsíþróttirnar. Hvað viltu segja um hug manna til þeirra? — Ég ræddi starl'síþróttirnar út frá því sjónarmiði, hvort þær væru til þess fallnar að hækka gengi vinn- unnar, þ. e. auka áhuga manna fyrir algengum störl'- um og ánægju þeirra af þeim. Vinnukeppni er því aðeins æskileg, að hún hafi jákvæð áhrif, auki afköst og ánægju með störfin. Reynslan af þessum þætti í íélagsstarfinu er lítil enn þá, en mér virðisl áhugi fyrir starfsíþíólt- unum allmikill. Margir binda við þær töluverðar vonir, hæði sem skemmtilegan þátt í félagsstarfinu og eins sem vekjandi afl í atvinnulífinu. — llvað viltu svo segja mér af félagsstarfinu al- mennt? — Um það mætti að sjálfsögðu margt tala. Iþróttir og skemmtanalíf eru víðast meginþættir starfsins, minna um umræður og fræðslustarfsemi. Víða stendur húsnæðisleysi starfinu fyrir þril'um — og sömuleiðis kvenmannsleysi. Hvort tveggja er mjög lamandi fyrir félagsstarfið í sveitinni. Hin nýju félagsheimili munu að sjálfsögðu bæta úr skák í öðru efninu, og ef til vill fást ungu stúlkurnar til að starfa í sveitinni, ef félags- starfið verður fjölbreyttara og skemmtilegra. Að mín- um dómi er bráðnauðsynlegt að rækja hina andlegu lilið félagsstarl'sins jafnframt íþróttunum. Skortir víða á í þessu, og finna forvígismenn félaganna ])að. 1 ])ess- um efnum þarf stjórn U.M.F.Í. að gera stórt átak á næstunni, iiliðstætt því, sem gert hefur verið í íþrótt- unum. — Hvað l'órstu annars víða um? Ég ferðaðist l'yrst um Borgarfjörð, þá Suður-Þing- eyjarsýslu, Eyjafjörð og Skagafjörð. Og þú hefur mætt á mörgum fundum? 4*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.