Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI ávaxtarík að sama skapi, eins og sést bezt á kvæða- flokkinum „Heimleiðis“. Af nokkrum kennileitum hefir þá verið svipazt um í víðlendu og gróðursælu landnámi Stephans G. Step- hanssonar í íslenzkum skáldskap, en þó farið æði hratt yl'ir, jafn mikið víðlendi í andans heimi og þar er um að ræða. Skal nú, nær málslokum, horfið aftur að komu minni í heimabyggð hans i Alberta; vitanlega fór ég eigi þaðan, svo að ég kæmi eigi að legstað skáldsins. Er ég stóð við leiði hans, sóttu fast á mig ódauðlegar ljóðlínur hans. En ættjarðarböndum mig grípur hver grund, 'sem grær kringum Isleudings bein. Og mér hvarf i hug þessi frásögn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar rithöfundar úr heimsókn hans til Stephans 1924 (Vestan um haf); „Eitt kvöldið sýndi Stephan okkur grafreit fólksins síns, og benti hann mér á þann reit, er hann ætlaði sér í norðaustur-horni garðsins. Eg spurði hann, af hverju hann hefði valið þennan sér- staka blett handa sér. „Af því ég vil vera sem allra næst lslandi“, svaraði hann.“ Þau orð voru skáldinu lík, og fjarri því að vera nokkurt hégómamál, eins og skráð er gullnu letri í lífi hans og ljóðum. Og þá er áletrunin á minnisvarða hans eigi síður sérkennandi fyrir hann og löndum hans öllum um leið lögeggjan til dáða: Að liugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum, ----])ví svo lengist mannsævin mesl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.