Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 29
SKINFAXI 77 ástæðurnar fyrir þessu hverflyndi síldarinnar. Vísindin hafa hér komið til hjálpar. í margar aldir fór síldveiðin fram með líku sniði. Menn not- uðu landnót og botnnet. En framfarir urðu hér sem annars staðar. Árið 1897 var mikið merkisár í fiskisögunni. Þá tók Britanus Berntsen í Álasundi að veiða stórsíld í reknet. Fyrir þetta tiltæki fékk hann síðar St. Ólafsorðuna. Fleiri menn mætti hér nefna, en það „þýðir ekki að þylja nöfnin tóm“. Já, árið 1897 var merkisár. Það var upphaf hins mikla síldar- ævintýrs. Margt framfarasporið hefur verið stigið síðan þá og þar til nú, að rannsóknarskipið G. O. Sars, með öllum sín- um margvíslegu tækjum, fylgir síldinni upp að norsku strönd- inni. Og nú er svo komið, að mönnum er að takast að leysa þá gátu, hvar síldin heldur sig, þegar hún er ekki við strönd- ina. Menn eru að komast á snoðir um göngu síldarinnar og ferðalög. Samhengið milli Islandssíldar og síldarinnar við norsku ströndina er þegar ljóst. I ár var mikil síldveiði við Færeyjar. Hins vegar var lítil síld á miðunum við ísland. Kannske er hér um aðra síld að ræða. Og ef til vill nálgast sá dagur, að menn geta fylgt síldinni á öllum hennar ferðurn. Auðævi síldarinnar virðast ótæinandi. Síldin skiptir um stöðv- ar, en ef vísindin taka höndum saman við dugnað, þor og reynslu sjómannanna, finna menn eflaust hin nýju fiskimið. Síldarævintýrið mun vissulega halda áfrain uin ókomin ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.