Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 5
Hér eru lífsmöguleikar fyrir milljónaþjóð Lítum glaðir til framtíðarinnar Ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðarraðherra ó landsmófi ungmennafélaganna að Laugum Heiðruðu ungmennafélagar og aðrir til- heyrendur! Hér er fjölmenni, sem verðugt er, á 11. landsmóti ungmennafélaganna. Um meira en hálfrar aldar skeið hafa ung- mennafélögin verið starfandi í landinu. Einn þáttur í starfseminni hefur verið íþróttamót og samkomur heima í hér- uðum, og einnig landsmót, þar sem ungir menn. konur og karlar, hafa keppt í íþróttum. En samkomur þessar hafa einn- ig og ekki síður verið til kynningar og til þess að glæða baráttuþrek þeirra, sem starfandi eru í ungmennafélagshreyfing- unni og væntanlega fleirum, þótt ekki séu þeir virkir félagar í ungmennafélagi. Á margvíslegan hátt hefur verið reynt að glæða þann eld, sem kveiktur var með tilkomu ungmennafélaganna og þeirra hugsjóna, sem er samfara ungmennafé- lagshreyfingunni. Ungmennafélögin hafa vakið áhuga fyrir margs konar umbót- um í landinu. Með tilkomu þeirra var vakin frelsishreyfing. sem fékk orku og menn af frumherjum héraðSins í hvers konar afburöum og snilli. Þar búa hlið við hlið Bólu-Hjálmar og Einar Benedikts- son, Guðmundur á Sandi, Jón Trausti, Þorgils Gjallandi, Benedikt á Auðnum og þremenningai’nir frumherjar K.Þ. og SlS, Yztafelli. I þá minningahöll munu kom- Jón í Múla, Pétur Gauti og Sigurður í andi kynslóðir leggja til mikinn efnivið um sögu héraðsins og landsins. Nú buðu Þingeyingar öllum landslýð til móts í sínum nýja höfuðstað. Mikill und- irbúningur, gott mannval og viðunandi veðurfar hafa gert mótið í Laugaskóla eft- irminnilegan atburð í sögu vökullar æsku. Onnur héruð eiga líka sín stórheimili þar sem hliðstæð mót verða haldin um ókonm- ar aldir. Hallir aldamótaæskunnar í byggð- um og bæjum munu lengi standa sem minniömerki um stórhuga og skapandi öld. Stórbyggingar þessa tímabils, sem helgaó er íþróttum, andlegum og líkam- legum, verða dýrmætur arfur líkt og þús- undir gotneskra bygginga frá fyrri öld- um, sem bera boð horfins tíma á tignu máli listarinnar til niðja, sem finna í „ljósum köldum línum“ skyldleika við liðna afburðamenn. Laugamótið var eins og Alþingishátíð- in á Þingvöllum heræfing ungra íslend- inga á bjartri frelsis- og menningaröld. s K I N F A X I 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.