Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 15
Strandhögg Polgar-
systra á Austfjörðum
Ungverska Polgar-skákfjölskyldan er
orðin vel þekkt á Islandi eftir heimsóknir
sínar hingað í ár; fyrst á opna
Reykjavíkurskákmótið í febrúar og svo á
Austurlandsmótið á Egilsstöðum. Þetta
er heimsfræg fjölskylda. Systurnar
Zsuzsa, 19 ára, Zsofia, 14 ára og Judit 11
ára vinna hvarvetna hug og hjörtu áhor-
fenda. Elsta stúlkan er þegar komin í hóp
snjöllustu skákkvenna heims en kannski
vekur sú yngsta núorðið mesta athygli.
Mörg vitnin verða forviða og spyrja í
fyllstu einlægni: „Hvernig getur 11 ára
stúlka teflt svona vel?”
Foreldrar systranna eru sálfræðingar
að mennt og hafa ekki farið hefðbundnar
leiðir í uppeldi stúlknanna. Þær hafa ekki
notið venjulegrar skólagöngu, heldur
fengið kennslu í heimahúsi og sagan segir
að í stað þess að leika sér með kubba frá
blautu bamsbeini, hafi þær fengið mesta
skemmtun af því að leysa skákþrautir.
Þær hafa alltaf litið á skákina sem
skemmtilegan leik og virðast hvergi una
sér betur en við taflborðið. Þegar Judit
litla var yngri kom hún gjarnan til leiks
með lítið leikfangaljón og stillti því upp
við borðbrúnina. Ljónið fylgdist með öllu
sem fram fór og glotti meinfýsislega
þegar andstæðingurinn var orðinn að
sméri.
Polgar-systur stóðu sig vel á
Reykjavíkurskákmótinu og svo mjög
hreifst fjölskyldan af landi og þjóð að
þremur mánuðum síðar var hún komin
aftur. Nú var haldið til Egilsstaða í júní,
þar sem Austurlandsmótið var haldið í
annað sinn. Egilsstaðabær stóð fyrir
mótshaldinu, í samvinnu við Hótel
Valaskjálf, Taflfélag Egilsstaða og
Ferðamiðstöð Austurlands.
Framkvæmdastjóri þess var Ottó Jónsson.
Mótið fór vel fram í alla staði en eink-
enndist öðru fremur af mikilli sigurgöngu
ungversku systranna.
Teflt var í tveimur flokkum á
Austurlandsmótinu. í efri flokki tefldu 10
Skákþáttur
stigahæstu menn mótsins en í neðri flokki
tefldu 24 skákinenn 9 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Er skemmst frá því að
segja að Polgar_systur urðu efstar í
báðum flokkum! I B-flokki sigraði
miðsystirin Zsofia með nokkrum
yfirburðum (8,5 v. af 9 mögulegum) en í
A-flokki deildu Zsuzsa og Judit sigrinum
með 5,5 v. af 8 mögulegum. Hannes
Hlífar Stefánsson og Karl Þorsteins komu
Judit Polgar við taflborðið
næstir með 5 v., síðan Þröstur Þórhallsson
með 4,5 v., Björgvin Jónsson með 3,5 v.,
Sævar Bjamason og James Plaskett með
2,5 v., og Mark Orr hlaut 2 v. Helgi
Ólafsson varð að hætta keppni eftir 4
umferðir, af persónulegum ástæðum, og
þær skákir sem hann hafði teflt voru því
ekki reiknaðar með. Áður en hann hætti
hafði hann þó unnið það afrek að tapa fy ri r
báðum Polgar- systrunum!
Judit litla lék sér að því að ná áfanga að
alþjóðameistaratitli karla. Er tvær
umferðir voru til loka hafði hún þegar náð
áfanganum og hún hafði krækt sér í
stórmeistaraáfanga kvenna er fjórar
Jón L. Arnason skrifar
umferðir voru til stefnu. Óhætterað segja
að þetta sé einstæður árangur 11 ára
stúlku. Og hún tefldi skínandi vel. Hérer
gott dæmi um það. Er við skoðum skák á
borð við þessa komumst við ekki hjá því
að endurtaka spumarorðin: „Hvemig
getur 11 ára stúlka teflt svona vel?”
Hvítt: Judit Polgar
Svart: Hanncs Hlífar Stefánsson
Skandinavíski leikurinn
1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. c4
Skinfaxi
15