Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1988, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.08.1988, Qupperneq 28
Núpur í Dýrafirði Skólasetur og og héraðsmiðstöð íþrótta- og félagsmála í framtíðinni? Frá Núpi í Dýrafirði A Núpi eru allar aðstœður til að koma á fjölbreyttum námskeiðum, úti sem inni. Núpur í Dýrafirði hefur í gegnum tíðina verið eitt af höfðubólum á Vestfjörðum. A þessari öld hefur þar verið menntasetur og margir merkir menn setið staðinn. Má þar nefna prófastinn séra Sigtrygg Guðlaugsson og ekki síður Eirík J. Eiríksson sem var formaður UMFÍ í rúm 30 ár. Undanfarið hefur þeirri hugmynd verið fleygt að Núpur verði nokkurs konar miðstöð Héraðssambands V-ísfirðinga, HVI. A Núpi hefur héraðssambandið rekið sumarbúðir fyrir krakka og unglinga í áraraðir. Nú hefur verið rædd sú hugmynd að þar geti orðið grundvöllur fyrir aðsetur starfsmanns sambandsins, þar er góð aðstaða fyrir námskeið á vegum þess fyrir leiðbeinendur. En leiðbeinendur er einmitt það sem mjög vantar víða á svæðinu. Það hefur fengist nokkuð skýr reynsla af því undanfarin ár víða um land að það er ekki rétta leiðin nema til nokkurra missera að fá utanaðkomandi þjálfara og leiðbeinendur. Slíkt skapar yfirleitt miklar sveiflur í félags- og íþróttalífi Frá sumarbúðum fyrir börn og unglinga á Núpi í sumar. viðkomandi staða. Mikilvægt er því að fólk á svæðinu fái tækifæri til að sækja námskeið og mennta sig til að taka sjálft að sér þessi störf. Núpur er tilvalinn til þessa. Staðsetningin og aðstaðan er fyrir hendi. IH 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.