Skinfaxi - 01.08.1988, Síða 33
Við fegrum staðinn!
Á Flateyri urðu á vegi mínum tvær
stúlkur sem voru að vinna í
kirkjugarðinum. Þær voru að mála hliðið.
Ég minntist á það við þær að staðurinn
væri fallegri og snyrtilegri en margir
aðrirstaðir sem ég hefði komið til á
Vestfjörðum.
“Það er okkar verk”, svöruðu þær
snöggar upp á lagið. “Við erum í
bæjarvinnunni og það er okkar hlutverk
að halda bænum snyrtilegum.” María
Leifsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Þær eru
báðar í framhaldsskóla í Reykjavík á
veturna eins og svo margir utan
Reykjavíkur. MaríaeríMenntaskólanum
við Sund og Guðrún er er í
Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
María: “Við komum hins vegar alltaf
heim á sumrin að vinna, fyrir skólanum
næsta vetur.”
-Hvað gera krakkar á ykkar aldri
hérna, fara margir burt í skóla?
María: “Það er dálítið misjafnt, sumir
fara í skóla, aðrir eru að vinna héma og þá
erþað bara fiskur. Ég skil þau ekki að gera
það. Strákarnir fara líka mikið á sjóinn.”
-Hafið þið hugsað ykkur að setjast hér
að þegar þið ljúkið námi?
Guðrún: “Það held ég ekki, það er svo
lítið hér annað en fiskvinna.”
-Voruð þið þessarar skoðunar þegar
þið fóruð fyrst í skólann suður?
María: “Ég var svo ung, 13 ára, þegar
ég fór suður í skóla að ég var ekki farin að
pæla í þessu. En foreldrar rnínir eiga hús
hér og vinna héma. Þau myndu flytja held
ég ef þau gætu selt húsið.”
Guðrún: “Það er svo Iítið gert fyrir
ungt fólk héma finnst mér. Og svo er
atvinnulífið hér það einhæft, fiskur,
fiskur, fiskur. Maður vill hafa fleiri
möguleika.”
-Gerið þið þá ekki eitthvað sjálf, til að
hafa ofan af fyrir ykkur?
María: “Jú,jú, viðförum ífjallgöngu,
skokkum og ýmislegt fleira. Það er það
besta við að vera hér. Það er svo stutt út í
náttúruna. í Reykjavík getur maður ekki
gert neitt svoleiðis nema aka bíl langar
leiðir. Héma er maður í svo mikilli
nálægð við náttúruna. Hérer allt svoopið.
Svo eru hér auðvitað íþróttaæfingar og
félagsstarf á veturna. Ég er í frjálsum hér
á sumrin og Guðrún æfir fótbolta. Það er
nokkuð gott sundstarf hérna, miðað við
stærð staðarins. En þetta gengur svo
mikið í bylgjum. Þjálfaramálin eru svo
ótrygg.” IH
Skinfaxi
33