Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Síða 35

Skinfaxi - 01.08.1988, Síða 35
Glæsileg sundlaug á Tálknafirði Sundlaugin lengda á Tálknafirði. Það var verið að gera við bakkana. Tálknfirðingareru vel settir með sundaðstöðu þessa dagana. Fyrir rúmu ári síðan áttu þeir tæplega 20 metra langa sundlaug, í dag er hún 25 metrar sem gerir auðvitað fyrirtaks aðstöðu til sundæfinga. Fyrir rúmu ári síðan tóku Tálknfirðingar sig til, einn tveir og þrír, eins og menn segja og ruddu burt öðrum gaflinum í lauginni með ýtu og steyptu upp fyrir 5 metrum til viðbótar. Þetta verk tók um tvo mánuði. Laugin var hins vegar byggð sem 20 metrar fyrir 40 árum. Nú er sundstarfið með miklum blóma á staðnum og má búast við að á næstu árum geri Tálknfirðingar sig gildandi í sundinu. Krakkar frá þeim voru á Aldursflokkamótinu í sundi á Akranesi í síðasta mánuði og stóðu sig vel. íþróttahús þeirra Tálknfirðinga er ekki eins vel á vegi statt og sundlaugin. Það hefur verið í byggingu í mörg ár. Fyrirhugað er að í því húsi verði megnið af aðstöðunni fyrir félagslíf Tálknfirðinga. Síðastliðið vor lokuðu þeir sviðinu sem er fyrir enda salarins og notuðu það meðal annars til körfuknattleiksæfinga. Húsið er komið upp að hálfu leyti, þ.e. þakið er enn ókomið yfir allt húsið. Nú stendur til að loka helmingi salarins í vetur. Það er hins vegar umdeild ákvörðun þar sem sumir telja ekki loku fyrir það skotið að endanlegur frágangur hússins geti þá dregist í nokkur ár. Nú þegar er steypan farið að leka á nokkrum stöðum. En við þetta verða fjárvana sveitarfélög oft að búa. IH Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.