Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 4
Ingólfur Hjörleifsson
, Að loknum
Olympíuleikum
Þá er Ólympíuleikunum lokið að sinni, þessari miklu
íþróttahátíð sem nú er farin æ meir að draga dám af
viðskiptum og auglýsingasamningum. Fjármagnið sem
komið er í umferð í kringum Ólympíuleikana gerir það að
verkum að sumir íþróttamenn svífast næstum einskis til að
komast á toppinn. Nú er þetta ekki nein nýlunda. En
pressan á íþróttafólkinu að þessu sinni er orðin slík að
eitthvað hlýtur undan að láta.
Ben Johnson varð til að opna augu umheimsins fyrir þeim
tvískinnungshætti sem ríkt hefur í þessum málum.
Fjölmargir íþróttamenn sem hafa deilt hart á sinnuleysi
forráðamanna íþróttamála varðandi það sem snýr að
lyfjaofnotkuninni. Þessir menn hafa bent á að af einhver-
jum ástæðum sleppa vissir aðilar við prófanir á ákveðnum
stórmótum. Edwin Moses, hlauparinn bandanski, er
þeirra á meðal sem bendir á að ýmist segi forráðamenn að
það sé ekki um neitt lyfjavandamál að ræða eða þá að
tæknin sé orðin svo mikil að ekki sé hægt að blekkja í
lyfjaprófum.
Moses segir að það séu tvö skref sem verði að taka strax.
Þau eru í fyrsta lagi, að taka lyfjapróf án fyrirvara af
afreksíþróttafólki meðan á æfingum þess stendur. I öðru
lagi eigi að framfylgja þeim lögum sem eru í gildi en lítið
hefur verið fylgt, þ.e. að refsa þeim læknum, þjálfurum og
framkvæmdastjórum sem aðstoða íþróttafólkið við að
nálgast ólögleg lyf. En um leið og aðferðir sem þessar
væru teknar upp yrði um leið að gera á einhvern hátt upp
á milli lyfja eins og steríðanna hættulegu og svo ein-
faldra efna sem hafa jafnvel komist inn í blóðrásina af
góðu nuddi, eins og gerðist víst með einn
íþróttamanninn í Seoul.
Við íslendingar áttum ekki eins góða daga í Seoul eins
og búist var við. Handboltalandsliðið, Einar
Vilhjálmsson og Vésteinn Hafsteinsson eru meðal
þeirra sem búist varvið all miklu af. Það gekk hins vegar
ekki upp og ástæðurnar eru sjálfsagt ýmsar. í þessu
sambandi er mikilvægt að muna tvennt. Árangur í
keppni sem Ólympíuleikunum ræðst mikið af
dagsforminu og heppni. Þrátt fyrir allar æfingamar sem
auðvitað eru alltaf grundvöllur árangurs, er það ljóst að
dagsformið, ytri og innri aðstæður, þá daga sem keppnin
ferfram,ræðurmiklu. Þettamáekki vanmeta. Stundum
hefði mátt halda, á meðan leikamir stóðu yfir og var að
ljúka, að Islendingarnir væru þeir einu sem ekki hefðu
uppfyllt þær vonir sem bundnar voru við þá.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, verðum við að
horfast í augu við þá staðreynd að við erum aðeins
250.000 sem búum hér á landi. Um leið og við stefnum
hátt verðum við að skoða heildarsamhengið í þessu ljósi.
IH
Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri:Ingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Pálmi
Gíslason. - Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson,
gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, rítari. Meðstjómendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason,
Sigurbjöm Gunnarsson. Varastjóm: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías
Lýðsson, SæmundurRunólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14,Reykjavík, S:91-12546- Setning
og umbrot: Skrifstofa UMFÍ, - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás.
Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfr a og túlka ekki stefnu né skoðanir
blaðsins eða stjómar UMFÍ.
4
Skinfaxi