Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 28
Samhygð/Vaka Fjórir sterkir. Þessi kappar kepptu á50. mótinu og voru dregnir saman á mynd. Andrés Guðmundsson, Samhygð, hróðir hans Eggert Guðmundsson, Einar Vilhjálmsson sem keppti reyndar sem gestur og síðan Pétur Guðmundsson. Fyrstu fjórar í 800 m. hlaupi., f.h. Unnur Stefánsdóttir sem sigraði. Ingibjörg ívarsdóttir sem varð í 2. sœti, Rannveig Guðjónsdóttir sem varð þriðja og Guðbjörg Tryggvadóttir sem varð fjórða. Fjölmenni var á vellinum, keppendur, áhorfendur og starfsfólk, en mótsstjóri var Hreinn Erlendsson frá Selfossi. Mótið fór mjög vel fram og árangur varð góður í flestum greinum. Að loknu aðalmótinu var til hátíðabrigða haldin öldungakeppni í fjórum greinum karla og kvenna sem var hin besta skemmtun fyrir áhorfendur og ekki síður keppendur sem margir hverjir áttust við eftir langt hlé. Um kvöldið var síðan hátíðarsamkoma í Félagslundi þar sem verðlaun voru afhent og úrslit tilkynnt, auk veitinga og uppákoma sem félögin sáu um. Stigakeppni mótsins fór þannig að Samhygð sigraði með 82 stigum gegn 48 stigum Vöku og lá styrkur Samhygðar sem oft áður í geysiöflugu kvennaliði og sterkum einstaklingum í karlaflokki. Stigahæsti keppandi Samhygðar og þar með Skjaldarhafi þriðja árið í röð var Ingibjörg Ivarsdóttir sem hlaut 21 stig og hlaut hún einnig farandbikar fyrir flest stig kvenna. Stigahæsti keppandi Vöku var Einar H. Haraldsson með 15 stig og hlaut til varðveislu farandgrip fyrir flest stig karla 7. árið í röð. Unnur Stefánsdóttir Samhygð vann besta afrek kvenna á mótinu er hún hljóp 800 m. hlaup á 2:31,9 mín sem gefur 669 stig. Besta afrek karla vann Pétur Guðmundsson Samhygð er hann varpaði kúlu 18,63 m. sem gefur 1014 stig. Að lokinni verðlaunaafhendingu voru bornar fram veitingar og flutt skemmtiatriði á vegum félaganna og að lokum stiginn dans fram eftir nóttu. Þar með lauk 50. íþróttamóti Samhygðar og Vöku og fór hver til síns heima með ánægjulegar minningar og ákveðnir í að gera enn betur á næsta móti að ári liðnu. Þórir Haraldsson. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.