Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 29
_______________ UDN 80 ára Fjölbreytt starf UDN á 70 afmæli á þessu ári. Þrátt fyrir að það teljist e.t.v. með minni samböndum fer þar fram þróttmikð starf. Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var stofnað 24. maí, árið 1918. Stofnfundur sam- bandsins var haldinn að Kirkjubóli í Saurbæ. Fyrsta stjómin var skipuð þeim Sigmundi Þorgilssyni sem varð formaður, Steinunni Þorgilsdóttur, ritara og Bene- dikt Finnssyni, gjaldkera. I upphafi nefndist sambandið Ungmennasamband Dalamanna (UMSD) en eftir að ungmennafélögin í A-Barðastrandarsýslu gengu í sambandið var það skýrt núverandi nafni. Afmælishóf Þann 30. mars síðastliðinn var þess minnst í veglegu hófi í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal að 70 ár voru liðin frá stofnun sambandsins. Þar varboðið upp á hátíðardagskrá og kaffiveitingar. Fjölmenni varí afmælishófinu og velunn- arar UDN fyrr og síðar létu sig ekki vanta. Þá sóttu okkur heim margir góðir gestir, má þar nefna Pálma Gíslason, formann UMFÍ. Kristinn Jónsson, núverandi formaður UDN, setti hátíðina og skipaði hann Jóhannes Bene- diktsson veislustjóra. Bjöm Guðmundsson, kennari, flutti ágrip af sögu sambandsins og margar ræður voru fluttar sem gáfu ges- tum innsýn í sögu sambandsins í 70 ár. Mönnum varð tíðrætt um þá miklu bjartsýni sem ríkti, þegar t.d. var ráðist í byggingu sundlaugar árið 1932 að Laugum Hvammssveit. Menn drógu í efa að í dag yrði ráðist í slíka mannvirkjagerð af ungmennasam- bandinu. Inn í hátíðardagskrána voru fléttuð gamanmál sem flutt voru af félögum. Þá var lýst kjöri íþróttamanns UDN 1987 en að þessu sinni hlaut þann heiður Amgrímur Guðmundsson, frjálsíþrótta- maður. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir knattspymumót sumarsins. Tölva í afmælisgjöf A þessum tímamótum bámst UDN margar góðar gjafir og skal þar helsta nefna tölvubúnað frá aðildarfélögunum. Þessi afmælishátíð tókst í alla staði mjög vel og mun UDN vel lifa á þeim velvilja og hlýhug sem veislugestir sýndu. Aðildarfélög UDN eru nú 6 talsins með samtals 499 félögum og er starfsemin nokkuð fjölþætt miðað við stærð sam- bandsins. Sambandið gefur út fréttabréf, UDN blaðið og kemur það út 6 til 7 sinnum á ári. Þessu blaðið er dreift á hvert einasta heimili á sambands- svæðinu. Síðastliðinn vetur tók ungmennasam- bandið húsnæði á leigu í Dalabúð í samvinnu við ungmennafélagið Olaf Páa. Þessu húsnæði er ætlað að hýsa muni og gögn sambandsins sem hafa verið á hrakhólum til þessa. Þama skapast einnig aðstaða til hinna ýmsu starfa, svo sem fundahalda. UDN er þátttakandi í sumarbúðarekstri að Reykjum í Hrútafirði Elstu og yngstu þáttakendur í firma- keppni UDN í skák, Jón Jóhannesson og íris Grettisdóttir. Frá frjálsíþróttakeppni á vegum UDN. Margrét Ragnarsdóttir sigrar í 100 m. í hlaupi. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.