Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 13
Tindastóll Eg þurfti meiri ögrun! Valur Ingimundarson, nýr þjálfari og leikmaður með Tindastóli, ræðir málin. Hvers vegna hann fór úr Njarðvíkurliðinu og hvað íslenskur körfuknattleikur þarf í dag. í sínum leik með '61,, gegn "Ég er m á vetur- gir Valur. Það voru tíðindi í íslenskum körfuknattleik þegar það fréttist síðasta vor að Valur Ingimundarson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík og einn sá besti á landinu væri genginn til liðs við Tindastó! á Sauðárkróki, nýliðana í Úrvalsdeildinni. Nú er keppnin hafin og Tindastólsmenn eru bjartsýnir á veturinn. Það náðist í Val skamma stund, morgun einn fyrir stuttu á Sauðárkróki. Honum lá hins vegar nokkuð á þar sem hann var á leiðinni suður á landsliðsæfingu. Annars vinnur Valur í raftækjadeild Skagfirðingabúðar á daginn og þjálfar á kvöldin. -Nú kom það nokkuð á óvart þegar tilkynnt var að þú hefðir gengið til liðs við Tindastól á Sauðárkróki. Hvernig kom það til? “Þetta hafði nú staðið til í nokkum tíma hjá mér. Þetta var að mínu mati orðið full mikið tilbreytingarleysi hjá okkur í Njarðvík. Ég var búinn að leika níu ár í meistaraflokksliði UMFN, við vorum búnir að vinna íslandsmeistaratitilinn sex sinnum og þrisvar sinnum orðið bikarmeistarar. Það kallar næstum óhjákvæmilega fram ákveðinn leiða. Bæði hjá mér og liðinu í heild. Mig vantaði eitthvað meira til að keppa að. Menn voru famir að segja að það væri orðinn vani að við Njarðvíkingar yrðum Islandsmeistarar í körfuknattleik og það er vont mál. Ég var því búinn að ákveða að skipta um lið og fara ekki í eitthvert af stórliðunum. Tindastóll erekki stórliðen 1 mikilli uppsveiflu. Hér er mikill áhugi og ungir og efnilegir menn. Þetta er því nauðsynleg ögrun fyrir mig að ganga í lið með þeim. Eitthvað að takast á við.” -Nú hafa sjálfsagt mörg félög verið á höttunum eftir þér. Þeir sem ekki þekkja til halda oft að umtalsverðar upphæðir séu í boði. Nauðsynleg ögrun “Já, það voru nokkur félög sem höfðu samband við mig í vor. En það er satt að segja alveg makalaus misskilningur að halda að það sé eitthvað fjármagn komið í körfuboltann. Svo til öll félög standa í ströngu að ná inn til að halda rekstri deild- arinnar gangandi, hvað þá félag úti á landi eins og Tindastóll. Hugsaðu þér bara allan ferðakostnaðinn fyrir úrvals- deildarfélag á Norðurlandi. En fyrir mig er þetta fyrst og fremst körfubolti og það að takast á við nýtt og spennandi verkefni.” -Hvað sýnist þér nú með möguleikana svona í byrjun móts? “Fyrir þessa stráka er auðvitað ljóst að þeir geri sér grein fyrir að munurinn á 1. deild og Úrvalsdeildermjög mikill. Enég er þess full viss að þetta lið á eftir að spjara sig. Nýliðar stefna auðvitað fyrst og fremst á að halda sér uppi, svo kemur auðvitað bara í ljós hvort við gerum eitthvað meira. Sem er alveg eins líklegt. Tindastóll er betra lið en ég bjóst við. Við Njarðvíkingar lékum við þá æfingaleik þegar við vorum á leið í bikarleik á Akureyri í fyrravetur. Þá tókum við þá nú létt, 120-73. Enæfingaleikimiraðundan- fömu hafa komið vel út. Svo er fyrirkomulag mótsins breytt. Liðin leika í tveimur riðlum, tvisvar heima og tvisvar úti við liðin í sínum eigin riðli. Síðan einu sinni heima og einu sinni úti við lið í hinum riðlinum. Þetta er í ætt við bandaríska fyrirkomulagið. Leikj- unum fjölgar um helming og spennan verður hiklaust meiri. Mér líst vel á þetta. Þetta er keyrt í gegn. Ekki eins og stund- um kom fy rir með gamla fy rirkomulaginu Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.