Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 40
SPENNANDI NYJUNG! Nýr og betri getraunaseðill! í staö margra seðla er kominn einfaldur og þægilegur seðill, sem inniheldur möguleika allra gömlu seðlanna auk spennandi nýjunga. Seðlarnir fást ókeypis í næstu sjoppu og þegar búið er að fylla þá út er þeim rennt í tölvukassa. Seðlinum fylgir einnig nýtt stöðublað í hverri viku, sem færir þér upplýsingar um leikina, árangur liðanna og markahlutföll. Með því að fylgjast með stöðunni stendurðu betur að vígi, - því að getraunaleikurinn er eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur! Þrjár einfaldar aðferðir til 1. EINFALDAR RAÐIR* 2. OPINN SEÐILL 1. EINFALDAR RAÐIR Á hverjum seðli eru sex dálkar, A- F. í hverri dálkröð eru merkin 1X2. Til að sjá hvaða lið eru að keppa hverju sinni fylgir stöðublað sem þú stingur seðlinum í. Síðan strik- arðu í merkin 1 X eða 2 eftir því hverju þú spáir um úrslitin. 1 þýðir heimasigur eða að fyrrnefnda liðið sigri, X merkir jafntefli og 2 þýðir útisigur eða að síðarnefnda liðið vinni leikinn. 2. OPINN SEÐILL Tví og/eða þrítryggðir leikir. Ef þú vilt tvi- eða þrítryggja leiki merkir þú í reitinn OPINN SEÐILL. Það þýðir að þú getur sett tvö eða þrjú merki (1X2) við sama leik hvar sem er á seðlinum. Með tví- og/ eða þrítryggingum margfaldast raðirnar sjálfkrafa. 3. TÖLVUVAU Þú getur látið tölvuna útfylla seðil- inn fyrir þig. Þá merkir þú fyrst í reitinn TÖLVUVAL og velur síðan upphæð sem hentar þér í TÖLVU- VAL - UPPHÆÐ. Tölvan sór síð- an um að ákveða merkin (1X2) og tekur forritið í tölvunni mið af OPNASEÐLINUM. S-KERFI/U-KERFI Þú getur sett spá þína um úrslit leikja í kerfi. S- og Ú-kerfin og þeir möguleikar sem þau gefa eru útskýrðir nánar í sérstökum bækl- ingi. Þennan bækling geturðu fengið hjá íslenskum Getraunum í síma 688322. FÉLAGSNÚMER Ef þú vilt tryggja ákveðnu íslensku íþróttafélagi sölulaunin af seölin- um þínum, skaltu fá upplýsingar um númer félagsins og merkja síð- an töluna í þennan dálk. HÓPNÚMER Gefinn er kostur á hópnúmerum fyrir hópa eða fyrirtæki, sem lang- ar til að taka þátt í hópleik íslenskra Getrauna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.