Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 19
Landsmót
verður nokkuð rýmra um allt fyrirkomu-
lag.
Fjármögnun
Aðstaðan á svæði UMSK er auðvitað
slík að við getum vel ráðið við að bæta inn
greinum. Að þessu sögðu erauðvitað ljóst
að við stefnum á umfangsmikið
Landsmót. Og til þess að slfkt gangi upp
verðum við að ráða sérstakan starfsmann
til að sjá um þessi mál strax. Við höfum
rætt í sumar þann möguleika að ráða
launaðan starfsmann í hálft starf strax í
haust. Þá er einnig ljóst að við verðum að
gera ráð fyrir tveimur starfsmönnum á
launum síðasta hálfa árið. En það myndi
líka fara eftir því hvaða menn við fáum.
Ogþáeru það auðvitað fjármálin. Þaðer
tvímælalaust erfiðasti þátturinn. Við
þurfum fyrir það fyrsta að tryggja okkur
“startkapítal” nú fljótlega til að hefjast
handa, þó það væri ekki nema til að borga
starfsmanni laun. Mönnum hefur dottið í
hug að sækja um meira fjármagn úr
lottósjóði en fleiri hugmyndir eru á
kreiki.”
Iþróttahátíð og Landsmót
á sama tíma
Kynningin á Landsmóti, á
höfuðborgarsvæðinu sérstaklega. Er það
ekki mikilvægur þáttur?
Jú það er geysilega mikilvægt atriði.
Það er staðreynd að fólk hér á
höfuðborgarsvæðinu virðist þekkja
niinna til Landsmótanna en fólk gerir úti
um land. Við höfum í huga að gefa hinar
hefðbundnu Landsmótsfréttir út mun fyrr,
byrja jafnvel á því strax í haust og gefa það
blað þá út á ársgrundvelli fram að
Landsmóti. Svo er eitt stórt mál sem þarf
að leysa. Iþróttasamband Islands hyggst
standa fyrir Íþróttahátíð í Reykjavík,
aðeins nokkrum vikum fyrir Landsmótið.
Það gæti orðið dálítið erfitt. Svona mót,
jafnt íþróttahátíð sem Landsmót byggja
Uárhagsgrundvöll sinn mjög mikið á
auglýsendum. Ef ÍSÍ menn verða með
Iþróttahátíð á fyrmefndum tíma munu
Þeir auðvitað róa fast á sömu mið og við
^aeð Landsmótið. Það er alveg ljóst að
annar hvor aðilinn getur farið illa út úr því
dæmi. Þá erþaðekki síðurmikilvægt með
'hróttafólk af landsbyggðinni. Það hefur
?ft ekki efni á að standa fyrir ferðum á
Iþróttahátíð ÍSÍ og Landsmót. En við
sjáum hvað setur.
■Hvernig standa framkvæmdir á
Landsmótssvæðinu, við Varmá?
"Það hefur verið unnið mikið í sumar,
sérstaklega við hinn nýja íþróttavöll sem
þama rís. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ
hafa tekið það mál föstum tökum. Þar á
Kristján Sveinbjörnsson. "Fjármálin eru
tvímœlalaust erfiðasti þátturinn".
Kristján segir hins vegar að ýmsar
hugmyndir séu í farvatninu með
fjáröflun."
"Ég og margir fleiri
líta þannig á málið að
við töpum á því að
setja ekki gerviefni á
völlinn. Þetta er
hlutur sem kemur
einhvers staðar á
landinu innan örfárra
bæ gerir fólk sér grein fyrir því hversu
mikil lyftistöng Landsmótið verður fyrir
bæjarfélagið ef vel er staðið að málum.
Það var sáð í völlinn og hann hefur komið
mjög vel út. Nú er verið að vinna
hlaupabrautir í kringum hann og þær eru
næstum tilbúnar fyrir efsta lagið.
“Tartanið” er stóra málið
Þar er tartanið (gerviefni á hlaupabrautir
í stað malar) stóra mál ið. Ef tekst að ná inn
fjármagni til að leggja gerviefni á
hlaupabrautir gæti Varmá í Mosfellsbæ
orðið miðstöð frjálsíþrótta og jafnvel
annarra fþrótta í landinu. Gerviefnið
kostar hins vegar 20 til 30 milljónir króna.
En við verðum að skoða þetta frá fleiri
hliðum. Dæmi: Malarvöllur kostar 10 til
15 milljónir. Eg og margir fleiri líta
þannig á málið að við töpum á því að setja
ekki gerviefni á völlinn. Þetta er hlutur
sem kemur einhvers staðar á landinu in-
nan örfárra ára. Við missum mikið af fólki
niður í Reykjavík og annað ef möl verður
sett á völlinn og við missum líka af tekjum
sem við gætum hugsanlega haft af besta
íþróttavelli á landinu. Malarvöllur
þarfnast mikils viðhalds á hverju vori.
Vel lagt gerviefni er mun viðráðanlegra
og ódýrara hvað viðhald varðar. Það eru
auðvitað leiðir til að fjármagna svona
dæmi. Íþróttasjóðurríkisins hefurt.d. enn
ekki komið nálægt þessari vallargerð. En
hingað til hefur hann stutt myndarlega þá
staði sem hafa staðið fyrir Landsmótum.
Við þurfum því að ná fram góðum
hugmyndum varðandi þetta mál. Eins og
málin standa nú er óljóst hvort þama
verður völlur með gerviefni á hlaupabrau-
tum en við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að þessi draumur rætist.
Sumir myndu kannski kalla þetta mál
framtíðarsynfóníu en það er nær okkur en
margir telja.
Annað er það sem varðar fjármögnun
Landsmóts er dansleikjahald. HSÞ fékk
hátt í helming tekna sinna af
dansleikjahaldi á Húsavík. Við höfum
auðvitað þéttbýlið á okkar bandi varðandi
fjölda gesta á Landsmóti en veðrið er stór
þáttur, eins og síðasta Landsmót bar vitni
um. Við erum með hugmyndir um e.k.
útihátíð í stað hefðbundinna dansleikja.
Ef slíkt gengi upp gæti það náð saman
þúsundum manna.”
-Nú hlýtur það að hafa mikla kosti í för
með sér að halda Landsmót á
höfuðborgarsvæðinu.
“Það hefur kosti og galla í för með sér.
Við höfum auðvitað tugi þúsunda manna
við bæjardymar, svo að segja. En um leið
yrði það ólíkt því sem var á Húsavík, á
Varmá yrði líklega um mikið gegnum-
streymi að ræða. Fólk kæmi á mótið á
daginn en færi síðan heim að kvöldi, það
myndi velja úr hvað það vildi sjá. Margir
myndu því ekki kaupa miða fyrir alla
dagana. A Húsavík var fólk komið lengra
að og keypti sig inn á svæðið alla dagana.
við megum vera ánægðir ef við náum inn
jafn miklum fjölda og kom á Landsmótið
á Húsavík en við gætum alveg eins fengið
mun fleiri. IH
Skinfaxi
19