Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 7
Tindastóll Meðan leikgleðin lifir í mér Eyjólfur Sverrisson. Vill ekki gera upp á milli fótboltans og körfunnar. "Égfinn enga þörfhjá mér til að gera itpp á milli íþróttagreina. Ég hefgaman afháðitm greinum og hef skipt á milli vor og haust." Eyjólfur Sverrisson. Ég er fæddur og uppalinn Króksari ”, segir Eyjólfur Sverrisson, knattspyrnumaður og körfu- knattleiksmaður í Tindastól á Sauðárkróki. Eyjólfur er tvítugur, leikur með meistaraflokksliði Tindastóls í báðum greinum en ekki nóg með það, hann er þeirra besti maður á báðum vígstöðvum og hefur verið það síðustu ár. Hann leikur með landsliði Islands undir 21 árs í knattspymu og drengja- og unglingalandsliðinu í körfu Og nú geta fleiri en áður séð hann leika því Tindastóll er kominn í Urvalsdeildina í körfuknattleik karla og ætlar sér meira í vetur en að halda sér í deildinni. Nú er það að verða algengt að menn fari að einbeita sér að einni íþrótt þegar þeir nálgast tvítugs aldurinn. Hvernig er það með Eyjólf. Getur hann ekki gert upp á milli fótbolta og körfunnar? Að gera upp á milli “Ég finn enga þörf hjá mér að gera það, enn sem komið erað minnstakosti. Ég hef gaman að báðum greinum og hef skipt á núlli vor og haust. Ég þyrfti reyndar að vera í betri æfingu fyrir körfuboltann þar sem æfingar eru hafnar fyrir nokkru en ég hef verið á kafi í fótboltanum. En ég verð fljótur að ná þessu. Það er margt sem samnýtist í þessum íþróttagreinum. Stökkkraftur t.d. Hann þjálfar maður mikið í körfunni og hann er mikilvægur fyrir mig í fótboltanum. Stökk- kraftsæfingum fylgir ákveðinn sprengi- kraftur og hann nýtist einnig mjög vel í fótboltanum. Það má vel vera að þetta f alli mönnum misvel, t.d. eftir því hvemig menn eru byggðir og hvaða greinar þeir stunda. En mér kemur þetta mjög vel. “jami, þjálfari minn í fótboltanum og menntaður fþróttafræðingur, er hlynntur því að ég sé í körfunni á veturna. Það hafa margir spurt mig að þessu hvernig ég geti staðið í þessu, m.a. vegna þess að þetta séu svo ólíkar greinar. En eins og ég sagði áðan, það er svo margt sem nýtist mér úr báðum greinum. Og meðan ég hefgaman af þessu og hef tíma, sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Þaðhefurveriðþannighjámér að þegar slyddan fer að berja mann og kuldinn að bíta hef ég farið inn í körfuboltann. Svo þegar ég finn graslyktina á vorin kemur fótboltinn upp í manni. Það er leikgleðin sem stjómar þessu að miklu leyti hjá mér.” -Og nú er körfuknattleiksvertíðin að hefjast. Eyjólfur hefur orðið stigahæsti leikmaður tveggja síðustu ára í 1. deild- inni og hefur verið kjörinn besti leikmaður 1. deildar Hvernig er þessi árangur til kominn? Eyjólfur brosir að þessu, finnst þetta kannski asnaleg spuming. Kári breytti miklu “Ég á nú erfitt með að svara því. Það var nokkuð samstæður hópur sem ég ólst upp með í íþróttunum, við vorum á kafi í fótbolta og körfu og þetta kemur með æfingunni. Svohafði þaðkannski mestað segja að Kári Maríasson, gamall Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.