Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 8
landsliðsmaður í körfuknattleik og
frábær þjálfari, flutti hingað í
Skagafjörðinn. Það hafði geysi mikið að
segja fyrir uppganginn í körfunni hér á
staðnum. Kári var toppmaður á íslenskan
mælikvarða þegar hann kom hingað. Og
er það eiginlega enn. Hann er í geysi góðri
þjálfun nú, áður en mótið hefst. Hann
hefur þjálfað okkur og leikið með en nú
höfum við fengið Val Ingimundarson sem
þjálfar okkur og leikur með liðinu.”
-Það má þá kannski segja að Kári hafi
alið þig og þína jafnaldra upp í
körfuboltanum.
“Það er ekki fjarri sanni. Kári er búinn
að þjálfa mig frá upphafi. Og hann hefur
haft alveg gífurlega mikið að segja fyrir
körfuboltann á svæðinu. Þó svo hér sé
mikið af góðum mönnum sem starfa í
körfuboltanum held ég að ekki sé á neinn
hallað þó ég segi að Kári hafi haft
úrslitaþýðingu fyrir körfuboltann á
Sauðárkróki og í Skagafirði undanfarin
ár.”
-En hvemig hefur þetta þá verið í
fótboltanum. Hafið þið haft svona fastan
mann sem þjálfara í gegnum árin?
“Ekki að jafn miklu marki. Við höfðum
Ama Stefánsson hér sem þjálfara í tvö ár.
Hann náði liðinu upp úr 3. deild. Það féll
reyndar aftur en menn voru kannski
komnir á bragðið. Svo var hér maður í eitt
ár sem kom beint frá Svíþjóð, Eiríkur
Sigurðsson, það sumar vorum við mjög
nálægt því að komast upp. Svo er það
Bjami síðustu tvö sumur. Honum hefur
tekist að byggja þetta mjög vel upp.
Fótboltinn í sókn
Liðið hefur breytt nokkuð um svip held
ég og hefur verið í mjög mikilli sókn í
sumar. Við fórum illa af stað, vorum að
tapa leikjum 4-0 og fólki leist held ég
ekkert á þetta. En síðan hefur liðið
smollið saman og við töpuðum ekki
heimaleik frá því ímiðri fyrri umferðinni.
-Hvað með yngri flokka starfið?
“Já, það starf er auðvitað grunnurinn
undir framtíðina. Hingað til höfum við
verið með rétt þokkalega yngri tlokka en
þetta hefur verið að breytast undanfarið
þar erum við líka í mikilli sókn, held ég.
Yngstu flokkarnir, 5. 6. og 7. flokkur eru
mjög sterkir. Þeir eru nú í harðri keppni
við Akureyringa og vinna þá oft á tíðum.
Það hefur ekki gerst áður að neinu marki
svo ég viti til. Þegar ég var í þessum
flokkum vorum við að tapa fyrir KA og
Þór 10-0og 15-0, svodæmisétekið. Þetta
Tindastóll
er alveg liðin tíð.
Og það segir sjálfsagt sitt að ég er sá eini
úr mínum árgangi sem er enn í
knattspyrnunni. Það voru margir í þes-
sum árgangi sem voru ágætir
knattspymumenn en þeir eru allir hættir.
Þegar komið er upp í 3. flokkinn kemur
erfiður aldur. Það er ýmislegt sem leitar á
menn á þessum árum annað en fótbolti”
"...við hljótum því að eigaframtíðinafyrir
okkur..." Eyjólfur Sverrisson.
segir Eyjólfur brosandi. “Við erum tveir
úr þessum árgangi sem erum eftir í
körfunni. Svona er þetta svo víða úti á
landi. Menn flytjast burt af ýmsum
ástæðum, sumir fara í háskólann, koma
aftur en eru þá komnir á kaf í aðra hluti.
JÓ JÓ lið
Hvernig hefur þetta gengið í fótbolt-
anum?
“Það hefur gengið dálítið upp og ofan,
má segja Tindastóll var dálítið jó jó lið á
milli deilda. Við höfum verið í
toppbaráttunni í 3. deildinni, komumst
upp í 2. deild '83 en féllunr strax aftur
niður. Þannig að þetta er besti árangur
Tindastóls, að halda sér í 2. deild. Við
höfum verið tiltölulega heppnir með
þjálfara undanfarin ár en stöðugleikann
hefur kannski vantað. En nú erurn við
konrnir með ágætan grunn og liðið er
mjög ungt, við hljótum því að eiga
framtíðina fyrir okkur. Og við getum
einnig þakkað þennan árangur
þjálfaranum okkar Bjarna Jóhannssyni.
Hann kom okkur í aðra deildina í fyrra og
nú höldum við okkur uppi, undir hans
stjóm.
Nú, þá var það auðvitað stórviðburður
hér á Sauðárkróki að við skyldum komast
í 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum.
Króksarar hafa á undanförnum árum
kannski fyrst og fremst þekkt okkur sem
3. deildar lið. Svo erunr við allt í einu
komnir í 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum
og vinnum stórliðið KR úr Reykjavík.
Allt þetta hefur gert það að verkunr að við
finnum fyrir miklum stuðningi bæjarbúa,
einstaklinga jafnt sem fyrirtækja.”
-Þú segir að fótboltinn sé á mikilli up-
pleið. Erekki næstum lífsnauðsynlegt að
hafa aðalþjálfarann áfram sem hefur
hjálpað Tindastólsmönnum að komast
þangað sem þeir eru núna?
“Það er auðvitað mjög nauðsynlegt. En
ég veit ekki hvað Bjarni gerir. Eg veit ekki
betur en honum hafi líkað mjög vel. Hann
getur að minnsta kosti verið stoltur yfir
árangrinum. Eins og er veit ég ekki annað
en að hann verði áfram. En hlutimir geta
breyst fljótt. Þú verður bara að spyrja
hann sjálfan. Ég vona hins vegar heils
hugar að hann verði með okkur næsta
sumar.
Nóg af góðu fólki
En við getum ekki kvartað yfir því að
hafa ekki þjálfara. Það hefur komið
hingað mikið af góðu fólki og sest að hér
og unnið gott starf á íþróttasviðinu. Þetta
hefur auðvitað háð mörgunr stöðurn víða
um land. Að hafa ekki úr nógu mörgu
fólki að moða til að starfa í
félagsmálunum og svo að æfa og keppa.
Mörg félög hafa farið flatt á þessu. Að fá
til sín leikmenn og gleyma jafnvel yngri
flokka starfinu. Svo fer þetta fólk kannski
aftur og þá er enginn til að taka við.
Þannig að við getum prísað okkur sæla.
Bjarni hefur t.d. tekið að sér þjálfun í yngri
flokkunum á skipulagðan hátt og nú er
það að skila sér. Þessir strákar hafa fengið
undanfarin tvö sumur skipulagða kennslu
í grundvallaratriðum og það sést á leik
þeirra.
-Hvað með kvenfólkið.
"Það hefur nú verið lítil gróska í kvenna-
boltanum. Einsog víðaannarsstaðar. En
nú undanfarið hefur það gengið vel hjá
þeim í knattspyrnunni. Það var ákveðið í
fyrrasumar að hleypa af stað liði
Tindastóls í kvennaknattspyrnunni. Það
var keppt í bæjakeppnum og það kom í
8
Skinfaxi