Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 35
Glíma glímu, Gouren og Axlatökum. I vetur verður hins vegar haldið hér Meistaramót á vegum GLI í Axlatökum. Við gerum ráð fyrir að fá að minnsta kosti tvo Bretóna (Frakkar búsettir í Bretagne héraði í Frakklandi) og Breta fyrir mótið til að halda hér námskeið í þessum glímu- tökum, svona til að undirbúa mótið sem best og rey na að festa þessar greinar í sessi Arnar Marteinsson leitarfœris á einum Skotanum á skoska meistaramótinu í Rothesey. hér á landi. Við gerum hið sama með glímuna, sendum kennara erlendis til námskeiðahalds. Glímumenn hér á landi eru mjög áhugasamir um þessi samskipti, það má segja að við séum að opna glugga fyrir glímumenn auk þess sem þettta á að geta aukið áhuga fólks hér á landi á glímu, íslenskri sem erlendri.” -En snúum okkur að allt öðrum hlut. Þið Glímusambandsmenn stóðuð fyrir sumarbúðum í sumar á Snæfellsnesi? Frá opna flokknum í axlatökum á Grasmere leikunum í N-Englandi. Arnar Mart- einsson varð einmitt Bretlandsmeistari í þessum flokki í Rothesey tveimur dögum síðar. Sumarbúðir “Já, við vorum með sumarbúðir fyrir böm á aldrinum 7 til 12 ára, 9. til 12. júlí í sumar í að Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Þetta voru hefðbundnar sumarbúðir sem við höfum hugsað okkur að halda árlega í tengslum við kynningu okkar á glímu í grunnskólum landsins. Námskeiðið samanstóð af íþróttum og leikjum en við getum sagt að glíman og glímukynning hafi verið í hásæti. En við vorum einnig með gönguferðir um nágrennið,fjöruferðirogeinnigfórum við 1 bátsferð um Breiðafjarðareyjar sem fyrirtækið Eyjaferðir í Stykkishólmi stendur fyrir. Það var mjög vel heppnað. Fjárhagslega komu þessar sumarbúðir ekki út með gróða en ég held að ágóði hafi orðið á öðrum sviðum. Krakkamir voru mjög ánægðir og við stefnum á að halda áfram með þetta næsta sumar. Það vantaði nokkuð upp á að undirbúningtími væri nægur og kynningin hefði þurft að vera markvissari. I heild voru þarna um 20 krakkar sem komu úr Reykjavík, Bolungarvík, af Suðurlandi og af Snæfellsnesi. Við stefnum að því að halda áfram glímukynningunni í grunnskólum og ætlum okkur að kynna sumarbúðimar í þeim skólum sem við komum í”, sagði Sigurður að lokum. IH Fyrsta unglingalandslið íslands í glímu. Ingibergur Sigurðsson, Tryggvi Héðinsson, Hilmar Agústsson,Auðunn Jónsson. Fremri röðj.v.; Arngeir Friðriksson (Arngeir er reyndar of gamall fyrir unglingalandslið en sýndi með hópnum.), Jón B. Valsson og Sœvar Þór Sveinsson. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.