Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 30
UDN 80 ára ásamt þremur öðrum ungmenna- samböndum sem vakið hefur mikla athygli. Sumarbúðimar hafa verið vel sóttar og gefið góða raun. UDN hefur gert samning við eigendur jarðarinnar Miðgarðs í Hvammssveit um u.þ.b. 4 hektara landsspildu sem á að verða aðal íþrótta- og útivistarsvæði sambandsins í framtíðinni. Svæðið hefur verið girt af, grafnir hafa verið skurðir til að ræsa fram vatn og vallarstæðið grófjafnað. Binda menn vonir við að þetta framtíðarsvæði UDN verði tekið í notkun árið 1991. UDN hefur nú átt skíðalyftu í nokkur ár. Erfitt hefur hins vegar reynst að hafa lyftuna í notkun undanfama vetur vegna snjóleysis. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að félögin á sambandssvæðinu ráði sér sjálf þjálfara á sumrin. Þjálfari UDN hefur hins vegar starfað í samvinnu við þessa þá auk þess sem hann hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra sambandsins. Segja má að meiri áhersla hafi verið lögð á frjálsar íþróttir innan UDN en aðrar greinar. A hverju sumri er haldið héraðsmót yngri og eldri flokka. Þá er haldið unglingamót 16 ára og yngri auk innanhúsmóts sömu flokka. Þá sendir UDN keppendur á öll helstu íþróttamót. sem haldin em á vegum ÍSÍ og UMFI. Knattspyma er töluvert stunduð. Haldin eru mót, karla, kvenna og unglinga 14 ára og yngri. Þá er einnig haldið innanhússmót í knattspymu um páska, svolkölluð firmakeppni eða fyrirtækja- keppni. Skák og bridds Áhugi fyrir bridds hefur farið vaxandi innan UDN með ámnum. Áhuginn var reyndar mjög mikill fyrir nokkrum árum. Á vegum UDN eru haldin mót árlega, einmennings- og sveitakeppni. Yfir 30 manns stunduðu æfingar og keppni síðastliðinn vetur. Á hverju ári er einnig haldin sveitakeppni í skák sem fram fer um páska. Átta 4 manna sveitir tóku þátt í keppninni síðastliðinn vetur. Ýmsar leiðir hafa verið famar til fjáröflunar ungmennasambandinu. Lottóhagnaðurinn svonefndi er búbót en verður eingöngu notaður til fjárfestinga s.s. uppbyggingar aðstöðu sambandsins. Helstu tekjulindirsambandsins undanfar- in ár hafa verið útgáfa jólamerkja, firma- keppnir í skák og tekjur af héraðsmóti. Héraðsmótin hafa tekist all vel. Afreksfólk UDN árið 1988; systkinin Helga Guðmundsdóttir og Arngrímur Guðmundsson. Frjálsíþróttirnar eru mest áberandi í starfifélaganna innan UDN og þau Helga og Arngrímur stunda frjálsar. Fjölbreytni mótanna hefur verið aukin með því að fá þekkta aðila til að skemmta. Má nefna í því sambandi Jón Pál Sig- marsson og Úrsus, Bubba Mortens og Megas. Þetta hefur vakið mikla kátínu og ánægju, bæði hjá yngra og eldra fólki. Þá hefur verið ráðist í útgáfu jólamerkis með teikningu af öllum kirkjum á sambandssvæðinu. Gefið er út merki með einni kirkju árlega þannig að þetta er 14 ára verkefni. Þannig er fjár aflað til uppbyggingar æskulýðs um leið og æska og kirkja eru tengd saman. Firmakeppni í skák hefur verið haldin milli jóla og nýárs í nokkur ár. Mikil þátttaka hefur verið aðalsmerki þessarar keppni, árlega hefur fjöldinn verið um 60 manns. Þá hafa fyrirtæki, samtök og sveitarfélög ekki látið sitt eftir liggja. Keppt er í sjö flokkum og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, okkar helstu viðskiptavinir, hafa lagt til vegleg verðlaun, verðlaunapeninga og bikara. Kjörorð keppninnar er: “Dreifbýli - Þéttbýli. Vinnum saman.” Þá má ekki gleyma stuðningi sveitarfélaga sem hafa víða ákveðna fjárhæð á fjárhagsáætlun sem rennur til ungmennafélaganna eða héraðssam- bandsins. Ungmennasamband Dalamanna og N- Breiðfirðingahefurátt því láni að fagnaað eiga í forystusveit hverju sinni ósérhlífið fólk sem unnið hefur af krafti við að efla heilbrigða sál í hraustum líkama. Meðan svo er þarf ekki að kvíða framtíðinni. Gísli Gunnlaugsson. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.