Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 16
Skákþáttur Teflt með tóman maga Minningar okkar Helga Ólafssonar, stórmeistara, frá alþjóðlega skákmótinu í Sotsí við Svarta hafið í september, eru helst tengdar vondum mat og lélegu hóteli. Sotsí er annars hin fegursta borg; fjölskrúðugur gróður, fögur fjallasýn, ströndin heillandi og Svarta hafið ómótstæðilegt. Þetta er vinsæll sumar- dvalarstaður Sovétmanna og skal engan undra. En er boðið er upp á þröngan kost verður fegurðarinnar ekki notið sem skyldi. Skákhátíðin í Sotsí er árlegur viðburður. Teflt er í karla- og kvennaflokki, opið mót er skipulagt og daglega tefla þekktir skákmeistarar fjöltefli. I stórmeist- araflokki var upphaflega gert ráð fyrir 16 keppendum en tveir helltust úr lestinni. Rólegri dagskrá mótsins var hins vegar ekki breytt og af þeim sökum varð mótið afar langdregið. Síðustu vikuna voru aðeins tefldar tvær umferðir. Engir skussar voru meðal þátttakenda og heldur engir sem beinlínis geta talist snillingar. Mótið var skipað jafnsterkum skákmönnum sem höfðu ekki hugsað sér að takaóþarfa áhættu í skákum sínum. Því varð ekki hjá þvr komist að jafnteflin yrðu mörg. Jafnteflissúpa Jafnteflissúpan varð til þess að nokkur umræða spannst urn það meðal keppenda hvort skáklistin væri að deyja út í nú- verandi mynd. I Sotsí var enginn hægðar- leikur að finna snöggan blett á kunnáttu andstæðingsins, hvort heldur var í byrj- anafræðum eða varnartækni. „Þessir strákar kunna allt,” sagði Polugajevsky og hristi höfuðið en hann átti erfitt uppdráttar á mótinu. Hann gat þó ekki annað en brosað þegar Helgi minnti hann á tuttugu ára gamla skák hans við Tal, en Jón L. Arnason skrifar staðan eftir 25 leiki í taflinu hafði verið á vinnuborði hans um morguninn. Þá var Tal hins vegar kominn í tímahrak og Polu vann auðveldlega. Sigurvegari mótsins varð sovéski stórmeistarinn Sergej Dolmatov sem tefldi hér heima á Reykjavíkur- skákmótinu í febrúar og alþjóðamótinu á Akureyri í mars. Hann átti litlu láni að fagna á þeim mótum en var þeim mun skæðari á heimavelli. Hann hlaut 9 v. af 13 mögulegum og tapaði ekki skák. Lev Psakhis, tvöfaldur Sovétmeistari í skák, varð í 2. sæti með 8 v. og þriðji varð ungur og tiltölulega óþekktur skákmeistari, Júrí Dohojan, með 7,5 v. Hann bíður þess að verða útnefndur stórmeistari. Magakveisa Við Islendingarnir skildum jafnir í 4. - 7. sæti með 7 v., ásamt stórmeistaranum Holmov og ungum Sovétmanni, Bareev. Neðar komu Smagin með 6,5 v., Polu- gajevsky og Watson (Englandi) með 6 v., Damljanovic (Júgóslavíu) og Vajsermeð 5,5 v„ Drasko (Júgóslavíu) með 5 v. og Amador Rodriguez (Kúbu) varð nestur með 4 v. Eg vann tvær skákir í fyrri hluta mótsins en er líða tók á keppnina varð taflmennskan ekki eins fersk. Helgi gerði hins vegar jafntefli í skákum sínum, hverri á fætur annarri, allt þar ti 1 hann fékk í magann. Hann varð að fá skák sinni við sovéska stórmeistarann Vajser, sem tefla átti í þriðju síðustu umferð, frestað. Þrír læknar litu á Helga og bönnuðu honum að borða. Það var svo ekki fyrr en á þriðja degi föstunnarsem Helgi tefldi loks við Vajser 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.