Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 6
Molar Á SÍðasta stjómarfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Djúpuvík á Ströndum 2. og 3. september síðastliðinn voru m.a. kynnt drög að nýrri Landsmótsreglugerð sem þar til kjörin nefnd hafði unnið. Það merki- legasta íþeim tillögum erbreyting á stigaútreikningi. í drögunum er lagt til að allir sambandsaðilar sem taka þátt í grein hljóti stig. Lagt er til að tvær nýjar keppnisgreinar verði teknar inn, þ.e. knattspyma kvenna og bridds. Þá er einnig lögð fram sú rótttæka tillaga að mótið sé sett á fimmtudegi og urðu nokkrar umræður um þá tillögu. Einnig var lagt til að lágmörk verði sett í sundi og frjálsum íþróttum. Þessi drög verða rædd á Sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn verður í Borgarfirði 12. september næstkomandi. Þar verður gengið frá endanlegri Landsmótsreglugerð. Og verður sagt rækilega frá henni í næsta blaði... UlfljÓtur, héraðssamband þeirra A-Skaftfellinga fór í sumar upp úr 3. deild Bikarkeppni FRÍ einsogkunnugter. ÁHomafirðier nú verið að leggja síðustu hönd á íþróttavöll sem hafist var handa við síðasta sumar. Eftir er Ijúka við hlaupabrautimar sem verða fjórar á 400 metra hringnum og sex brau- tir á 100 metra sprettinum. Þeir sem hafa staðið í að koma upp vellinum eru nú að velta fyrir sér ákveðinni nýjung við frágang á hlaupabrautinni. Yfirleitt eru sett- ar tréfjalir milli brautarinnar og grasvallarins. Ulfljótsmenn eru hins vegar að velta þeim möguleika fyrir sér að setja plast á milli í stað trésins. Þeir sem þekkja til þessara mála segja þetta afbragðs hugmynd... Stjóm Dagsbrúnar, sem er félag þeirra A-Landeyinga á Suður-landi, er ófrísk. Nokkuð einkenni-leg fullyrðing kannski en sönn samt sem áður. Stjóm Dagsbrúnar er saman sett af þre- mur konum. Þær eru allar ófrískar... Miklar umræður urðu um allan heim um lyfjamál íþróttamanna í kjölfar lyfjahneykslisins á Olympíuleikunum í Seoul. Þetta á einnig við um Norðurlöndin. Nú hefur það frést að norsk frjálsíþróttasambönd hyggist koma á sameiginlegum lyfja- prófunum á skipulegan hátt, m.a. fyrir stórmót þau sem haldin verða á Norðurlöndunum. Þetta hefur eki verið útfært nákvæmlega verður sjálfsagt gert á næstunni. Þing norrænna frjáls- íþróttasambanda tekur afstöðu til þessa máls... UMSK menn eru nokkuð ánægðir með uppskeru sinna aðildarfélaga í sumar í knatt- spyrnunni. Stjaman komst upp í 2. deild karla í meistaraflokknum, varð íslandsmeistari 3. deildar. 5. flokkur Stjömunnar varð íslands- meistari í sínum flokki. Breiðalik varð Islands - og bikarmeistari í 3. flokki karla. Þar er geysisterkt lið á ferð. Meistaraflokkur kvenna í Breiðabliki varð 2. deildarmeistari í knattspymunni og er á uppleið eftir nokkurn öldudal... Rétt þykir að minna hér á greiðslu gíró- seðla fyrir áskrift að Skinfaxa. Við minn- um á að áskrifendur geta nú greitt með Visa- eða Euroeard korti. 1250 krónur fyrir sex blöð er auðvitað ekkert verð! 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.