Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 23
voru jákvæð fyrir Getraunum en höfðu
ekki reynt leikinn. Þama er hugsanlega
hópur sem reyna má að ná til. Eg notast
einnig nokkuð við kannanir sem gerðar
hafa verið í Svíþjóð. Þar er ein könnun
sem segir að 5 % Svía taki þátt í leiknum
í hverri einustu viku. Svo eru 30 til 35%
sem taka þátt í Getraunum við og við en
nokkuð reglulega. Samfélagsgerðin í
Svíþjóð er ekki svo mjög ólík því sem
gerist hér á landi þannig að svona kann-
anir gefa manni vísbendingu.”
-Svo við snúum okkur að
Getraunaseðlinum sjálfum. Hann er nú
tölvutækur í lottókassana og með ýmsum
nýjungum. Er hann ekki að verða nokkuð
flókinn?
3 gerðir af kerfum
“Það fer alveg eftir því hve langt áhugi
þinn nær. Ef þú vilt nota kerfi getur þú
það. En þú getureinnig notað gömlu góðu
aðferðina að merkja við í eina röð eða
fleiri. Það er sem sagt ýmsar útgáfur og
mis erfiðar. Hvað varðar kerfin verða
gefnar út leiðbeiningar varðandi þau sem
fólk getur skoðað í ró og næði heima hjá
sér. Það verða þrjár gerðir af kerfum:
Opin kerfi, sparnaðarkerfi og
útgangsmerkjakerfi. Það yrði sjálfsagt of
langt mál að fara að útskýra þau rækilega
hér. Við skulum láta bæklinginn nægja.
En það eru fleiri nýjungar í hinu nýja
-------- Getraunir -------------
reitur á seðilinn sem merktur er
félagsnúmer. Þar getur fólk merkt við
hvaða félag það vill styðja með kaupum
sínum á seðlinum. Notast er við
póstnúmerakerfið, félögin hafa ákveðin
"Tálknfirðingur sem
staddur er í bænum
en vill styrkja sitt
heimafélag getur
t.d.merkt getrauna-
seðilinn þannig að
hans félag fái
ákveðinn prósentu-
hagnað af seðlinum."
númer tengd þeim. Þannig getur t.d.
T álknfirðingur sem staddur er í bænum en
vill styrkja sitt heimafélag, merkt
getraunaseðilinn þannig að hans félag fái
ákveðinn prósentuhagnað af seðlinum.
Þessi leið á ekki að vera neitt síðri en sú
gamla fyrir félögin. Svo geta þau
auðvitað fengið auða seðla hjá okkur,
látið merkja sér þá og dreift þeim á
vinnustaði. En ég vil leggja mikla áherslu
heinlínukerfi. Þar er auðvitað fyrst að
geta þess að nú fást seðlarnir í
lottósjoppunum og eru afhentir þar, niður
1 lottókassana. Slíkt þýðir auðvitað að
félögin sjá ekki lengur um að dreifa og
^nheimta seðlana með gamla laginu. Þær
'eiga” því ekki lengur sína ákveðnu
sölustaði. I stað þessa kerfis er kominn
á það að algjörlega er bannað að félög
helgi sér sölustaði þar sem lottókassar eru
með því að leggja þar inn seðla merkta
ákveðnum félögum. Ef það vitnast gæti
viðkomandi félag átt á hættu sektir. Að
öðru leyti geta félög dreift merktum
seðlum í hús og hvarvetna, að frátöldum
lottókassasjoppum.
Það verður einnig hægt að merkja
seðlana ákveðnum hópum. Það er nú
mikið um að spilaður sé hópleikur. Þá eru
það t.d. vinnufélagar eða kunningjar sem
spila í getraunum. Þeir geta fengið
ákveðið númer hjá okkur sem þeir síðan
merkja á sína seðla. Hópleikurinn hafði
mikið að segja fyrir rekstur Getrauna
þegar hann fór af stað seinni hluta síðasta
vetrar. ÞávarhartíárihjáGetraunum. En
þegar þessi hugmynd hafði verið þróuð og
sett af stað tóku félög vel við sér með sölu
á slíkum seðlum. Það var tap á rekstri
Getrauna um síðustu áramót. En við
höfum aldrei selt jafn vel og við gerðum
seinni hlutann á síðasta vetri, miðað við
hefðbundna sölu á síðari hluta vetrar. A
þessum tíma náði Hópleikurinn 35 - 40 %
af heildarsölu Getrauna og við réttum úr
kútnum.
Tippmeistari ársins!
Nú verðum við með 3 hópleiki á ári, 15
vikna leiki. Sá hópur sem kemurbest út úr
leikárinu verður kjörinn Tippmeistari
ársins með viðeigandi athöfn.”
-Hvemig er með prósentur af sölu til
félaga. Em sú tala hin sama og í fyrra?
“Nei, svoerekki. Efhagnaðuríslenskra
Getrauna verður meiri en 25 % fá félögin
meira en 25 %. Ef hagnaður verður minni
fá þau einnig minna. Við erum bjartsýnir
og spáum góðum hagnaði. En ástæðan
fyrir þessum breytilegu prósentutölum er
sú að við verðum að hafa svigrúm til að
fara út í meira kynningarstarf ef dæmið
gengur ekki vel upp. Ef vel gengur er um
eftirgjöf að ræða frá íslenskum
Getraunum til félaganna. Þama er sem
sagt um að ræða öryggisventil sem ég held
að þurfi ekki að skrúfa frá. Félögin munu
flest hver, ömgglega fá meira fé út úr
Getraunum en áður, ég er viss um það.
Með þessu fyrirkomulagi leyfum við
peningunum að skila sér til félaganna. í
fyrra var þetta bara bundin prósentutala,
25 %,alvegsamahvemiggekk. Núkoma
félögin til með að fá meira úr Getraunum
með minni fyrirhöfn og það er það sem við
stefnum að hjá þessu fyrirtæki, að styðja
fjárhag félaganna. Til þess emm við hér”,
segir Hákon að lokum, með áherslu.
IH
Skinfaxi
23