Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 24
Viðhorf
»
Af möl á gerviefni
/
Kristján Yngvason, stjómarmaður í UMFI færir
rök fyrir því hve nauðsynlegt sé að stefna strax að
því að fá gerviefni á frjálsíþróttavelli
Kristján Yngvason skrifar.
Frá œfingasvœði dönsku ungmennafélaganna í Fuglsö á Jótlandi. Fuglsö búðirnar
voru m.a. byggðar fyrir afrakstur afdönsku getraununum. Ekki er hœgt að búast við
að íslenskar getraunir greiði kostnað afslíkum framkvæmdum hér á landi en efmenn
beita ímyndunaraflinu með nœgilegri atorku œtti að vera mögulegt að komast langt.
Á stjómarfundi UMFÍ 2. - 3. september
síðastliðinn var samþykkt tillaga til
sveitastjóma og fjárveitingavalds um
breytta stefnu varðandi íþróttavelli hvað
varðar atrennu- og hlaupabrautir. I
tillögunni var hvatt til þess að íþróttavellir
yrðu í framtíðinni lagðir varanlegu gervi-
efni, “tartan” eða öðm sambærilegu efni.
Jafnframt var hvatt til þess í tillögunni að
unnið yrði að því að minnst einn völlur í
hverju héraði fái slfkt efni alveg á næstu
ámm.
Hvers vegna gerviefni
Því er auðsvarað. I fyrsta lagi er þetta
spuming um eðlilega þróun eins og svo
margt annað hér á landi. íslendingar
bjuggu um aldamótin í torfbæjum, hlupu
á grasi og fóru um vegslóða á hestum.
Síðan komu timburhús, íþróttavellir,
sumir með lélegum brautum úr möl og
leir. Vegir voru byggðir, malarbomir og
jafnvel leirblandaðir. Næsta stig var
vönduð steinhús til íbúðar. Farið var að
leggja bundið slitlag á malarvegina en
ekki hefur verið gerð nema ein ti lraun með
varanlegar hlaupa- og atrennubrautir á
íþróttavelli. Hún tókst ekki nógu vel.
Þama hafa íslendingar setið eftir á
þróunarbrautinni. Erlendis, hjá
siðmenntuðum þjóðum sem við viljum
bera okkur saman við með ákveðnu stolti,
þekkist ekki nema í undantekningar-
tilvikum, vallargerð með þeim hætti sem
stunduð er hér. Það tók nokkur ár að
komast vel á strik með vegagerð með
bundnu slitlagi en í dag kemur vart til
greina að leggja nýjan vegspotta eða gera
við gamlan, án þess að setja á hann var-
anlegt efni. Þetta er eðlileg þróun og er
það vel. Nú teljum við að komið sé að því
að þróun í gerð íþróttavalla taki eitt skref
fram á við. Atrennubrautir taki algerum
stakkaskiptum strax á næstu árum.
Af einhverjum ástæðum hafa vissir
aðilar séð ofsjónum yfir fjárhagshlið
slíkra framkvæmda. Víst er það einhverj-
um milljónum dýrara að leggja gerviefni.
En lauslega reiknað má áætla að meðan
tartanefni á 6 brauta völl kosti 30 til 35
milljónir króna kosti sex brauta
malarvöllur 20 til 25 milljónir. Og það er
alveg ljóst að ef tekið væri saman hvert
viðhald malarvalla væri á hverju ári kæmi
fljótlega í ljós að tartanvellir myndu vera
búnir að borga sig upp á fáum árum.
✓
Iþróttahópar í
æfingabúðir erlendis
Annað sem benda má á varðandi var-
anlegt efni á hlaupa- og atrennubrautir
íþróttavalla er að íslenskir íþróttahópar
fara í auknum mæli í æfingabúðirerlendis
til að æfa við aðstæður sem teljast
boðlegar. Slíkar ferðir eru mjög dýrar og
ekki á færi nema allra stærstu félaga að
kljúfa slíkt. Það leiðir aftur til þess að
sterk félög verða sterkari og draga til sín
efnilega íþróttamenn sem aftur gerir
starfið og árangurinn í hinum minni
félögum erfiðari. Þessi þróun er vond að
öllu leyti, bæði hvað varðar þróun fþrótta
en ekki síður hvað varðar almenna búsetu
hér á landi. Það er nefnilega alveg ljóst að
það er ekki síst fjölbreytt æskulýðs- og
íþróttastarf sem heldur við blómlegum
byggðum. Ef komið væri upp góðum
völlum um allt land og góðar brautir væru
á minnsta kosti einum velli í hverju
héraði, er alveg ljóst að allt
frjálsíþróttastarf og einnig almennt
íþróttastarf tæki stóran kipp fram á við.
Og bætt íþróttastarf þýðir bætt mannlíf.
24
Skinfaxi