Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 10
--------------------- Tindastóll -----------------
Allt of fáir í sundinu
Sauðárkróksbúar eiga Olympíufara í sínum hópi.
Lilja María Snorradóttir, sundkona úr
✓
Tindastól er þátttakandi á Olympíuleikum
"Það vœri svo sem ekki verra að œfa í innilaug", sagði Lilja María þar sem hún var
heimsótt á cefingu í roki og rigningu í Sauðárkrókslaug,fyrr í haust.
Lilja María Snorradóttir er ein af
Ólympíuförum Islendinga. Hún á
heima á Sauðárkróki og er ein þeirra
sem fóru á Ólympíuleika fatlaðra í
Seoul nú í október. Hún var tekin tali á
Sauðárkróki þegar fyrri
Ólympíuleikamir stóðu yfir. Lilja
fylgdist vel með keppninni enda sá hún
ekki aðeins þá bestu í sundi í heiminum
í sjónvarpinu heldur sá hún einnig laug-
ina sem hún keppti síðan sjálf í.
Lilja er aðeins 15 ára gömul og því
nokkuð ungur Ólympíufari, eins og
margir þeirra Islendinga sem fóru til
Seoul í október. Hún var fyrst spurð
hvenær hún hóf að æfa reglulega.
“Það var fyrir þremur árum,” svarar
Lilja. “Vinkona mín hafði ákveðið að
fara á æfingu til Kristjönu Aradóttur
sem sá um sundæfingar hjá Tindastóli
og dró mig með. Mér fannst svo gaman
að ég hef haldið þessu áfram síðan.”
-En það eru ekki margir sem stunda enn
sund á Króknum.
“Það eru ekki orðnir nema 10 til 15
krakkar og flestir þeirra eru í yngri hóp,
s.s. nokkuð yngri en ég. Þetta var mun
stærri hópur þegar ég var að byrja. Það er
fótboltinn og karfan sem eru vinsælustu
greinarnar hér á staðnum og það er ekki
mikið rými fyrir fleiri íþróttagreinar til að
blómstra.”
Keppir við klukkuna
Lilja er ein í sínum flokki hér á landi og
má því segja að hún keppi við klukkuna.
Lilja syndiraðallega 100 m. skriðsundog
baksund og þar á hún best 1.16 mín. í
skriðinu og 1.28 í bakinu. “En á
Ólympíuleikunum keppi ég einnig í 200
m. fjórsundi og 400 m. skriðsundi.”
-Þekkir Lilja eitthvað til þeirra sem hún
keppir við á Ólympíuleikunum?
-”Það fer nú ekki mikið fyrir því.
Hópurinn fór reyndar í æfinga- og
keppnisferðalag til Hollands í sumar og
þar keppti ég við nokkrar hollenskar sem
verða í Seoul. Miðað við þær stend ég
alveg þokkalega þannig að ég er nokkuð
bjartsýn. En ég er ekkert á toppnum.
Heimsmetið í 100 m. baksundi er 1.06. Eg
man ekki alveg sekúndubrotin.
Skemmtilegur hópur
Þetta er mjög skemmtilegur og
samstæður hópur sem fer út. Við erum
búin að fara saman út til Hollands eins og
ég sagði. Svo höfum við verið í
æfingabúðum á Hrafnagili í Eyjafirði,
fyrir utan það að hittast á mótum. En við
líðum dálítið fyrir það að fá ekki keppni
við útlent sundfólk. Hollandsferðin var
fyrsta keppnisferðin mín erlendis. Svo fer
maður beint á Ólympíuleika. En þetta er
auðvitað mjög spennandi.”
-En hvemig sér Lilja María framtíðina.
Ætlar hún ekki að halda áfram í sundinu?
“Jú, ég geri nú alveg ráð fyrir því. En
það er dálítið þreytandi að vera ein á
æfingum. Við höfum verið þrjár saman á
æfingum hér á Sauðárkróki. Nú er ein að
fara í skóla á Akureyri þannig að ég veit
ekki hvernig verður með framhaldið.
Helst vildi ég geta æft fyrir sunnan.
Aðstæðumar eru svo mikið betri þar, 50
metra laug og einnig innilaug. En við
sjáutn til hvernig gengur á
Ólympíuleikunum”, segir Lilja María að
lokum.
IH
10
Skinfaxi