Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 36
Merkilegar tölur
Um 1.900 manns iðka skák hjá ungmennafélögum - Þjóðdansaiðkendur eru um 200
- í stjómum og nefndum eru um 4.200 manns, o.sfrv.
Þegar litið er yfir kennslu- og
ársskýrslur héraðssambandanna og hinna
einstöku félaga kemur margt fróðlegt og
athyglisvert í ljós. Hver er t.d. þróun
ungmennafélaganna og viðgangur á
heimaslóðum? Hvað gera þau til að koma
markmiðum sínum og stefnu á framfæri
og hvemig eru þau í stakk búin til að sinna
þjóðfélagslegri skyldu sinni? Þessar
spumingar og margar aðrar koma fram á
varir okkar þegar við hugleiðum tilgang
þess starfs sem við erum að gera í okkar
frístundum.
Svör við þeim og mörgum fleiri fáum
við í árs- og kennsluskýrslum og sýna
þær, svo ekki verður um villst, mikilvægi
þess að félögin, samböndin og
stjómendur þeirra komi þessu starfi á
framfæri og kynni það rækilega, svo mikil
og merkileg eru þau.
Umtalsverð fjölgun í
UMFÍ.
í Ungmennafélagi Islands eru nú 232
félög sem mynda 18 héraðssambönd, 10
félög eru með beina aðild að UMFI. Innan
þessara 232 ungmennafélaga em síðan 57
deildir með sjálfstæðan fjárhag (það má
því segja að 289 félög standa að UMFÍ). í
skýrslum þessara félaga kemur fram
óvenju mikil fjölgun félagsmanna á s.l. ári
eða úr 29.572, árið 1986 í 34.810 árið
1987. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og
hefur aldrei orðið slík aukning á einu ári
síðan UMFÍ var stofnað árið 1908. Þetta
er hvorki meira né minna en aukning um
Um það bil 860 ungmennafélagar stunda
leiklist að jafnaði. Myndin er tekin á
skemmtikvöldi á þingi HSK og það er
"Sálin hans Jóns míns" sem ertil umræðu.
5.240 félaga.
Að virkja fjöldann.
Iðkendafjöldi í íþróttum er kominn
yfir 50.000 er það sannarlega ánægjulegt
Þjálfarar og leiðbeinendur voru
ungmennafélögunum á árinu 1987.
þegar tillit er tekið til þess að kjörorðið nú
er “ Virkjum fjöldann “. Þegar skoðað er
það mikla starf sem kemur fram í
skýrslunum og unnið er að innan
félaganna, þá sleppum við alveg
íþróttastarfinu, kemur margt skemmtilegt
í ljós, fróðlegt og um fram allt táknrænt
fyrir störf ungmennafélaganna. I
stjómum og nefndum þessara félaga em
rúmlega 1.400 manns hjá
hvorki meira né minna en 4.200 manns og
eru þær ómældar stundimar sem þetta fólk
hefur starfað fyrir sín félög. Fundarhöldin
hjá þessu stjómarfólki eru 5.414 fundir.
36
Skinfaxi