Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 33
4H
Dansnámskeib eru haldin á vegum 4H klúbbanna og eru vinsœl. Þá er ekki aðeins um
að rœða dansnámskeið eins og við þekkjum hér á landi heldur einnig þjóðdansar.
Starfsíþróttirnar eru vinsœlar. Hér er einn á kafi í jurtagreiningu í orðsins fyllstu
merkingu.
stóra fundi þar sem allir eru virkir þátttak-
endur. Það eru aðalfundur og fundur þar
sem við skipuleggjum starfsemina á
árinu. Allir koma með tillögur og talað er
um áætlaða starfsemi næsta árs. Fun-
dargerð er skrifuð. Hvort fleiri fundir eru
haldnir fer eftir því hve mikið þarf að
ákveða. Stjómarfundir eru oftast fleiri á
árinu. Þar sem stjómarmenn eru flestir
ungir að árum, þurfa þeir að sjálfsögðu
tilsögn. Við erum mjög dugleg að halda
námskeið fyrir þau, bæði heima í félaginu
og í aðalstöðvunum.
Þetta virðist ef til vill þungt í vöfum,
en það er þá mér að kenna, mér hefur ekki
tekist að tjá mig nógu vel. En í sjálfu sér
er þetta samfélagsgerðin í hnotskum.
Það er sem sagt félagið 4H og nokkur
minni 4H félög á sama svæði sem mynda
eina heild með stjóm þess. Þetta þekkjum
við frá ungmennafélögunum, sem mynda
héraðssamböndin. Aðalstjórnin er einnig
kosin af félagsmönnum. Henni er ætlað
að sjá um alla starfsemi á svæðinu, svo
sem námskeið, sumarbúðir og
keppnishald. Einnig eru oftast nokkrir
launaðir starfsmenn sem hjálpa til við
starfið og skrifstofuvinnuna. Þeir sjá líka
um samstarfið á milli félaganna og
aðalstjómar. Að endingu er það stjórnin
yfir öllu 4H - félaginu í Svíþjóð, hún er
einnig kosin. Starf hennar er að standa
fyrir námskeiðum, afla efnis til þeirra,
hafa samband við hið opinbera er þess
þarf, skipuleggja keppni og fleira.
IFYE.
Þá er komið að allt annarri starfsemi
hjá 4H, sem er IFYE - skiptin. Unglinga-
skipti ámilli landaeru meðal annars til að
auka skilning og þekkingu þeirra á milli.
Við í Svíþjóð höfum meðal annars
skipti við England, Holland, Bandaríkin
og Finnland. Löndin eru nú 7 en þeim
fjölgar sífellt. Síðast bættist Island í
hópinn. Við sendum frá okkur u.þ.b. 15
unglinga á hverju ári og fara fleiri en einn
til sumra landa. Þeir dvelja þar í 2-6
mánuði en það fer eftir samningum við
hvert land fyrir sig. Þar sem þetta eru
skipti höfum við tekið á móti unglingum
frá þessum löndum líka. Enginn
þátttakandi hefur þó komið frá Islandi
ennþá! Þeir sem koma til okkar búa hjá
fjölskyldum, þau skipta um fjölskyldu og
stað eftir 3-4 vikur svo að þau fái að sjá
meira af landinu. Við viljum sýna þeim
Svíþjóð, og félagið okkar 4H.
Ég vildi gjarnan segja ykkur eitthvað
fleira um þetta allt ef einhverjir hafa
áhuga. Það hafa verið uppi hugmyndir um
að byrja á einhverju svipuðu hér og ef það
verður stendur aðstoð mín til boða.
Anne Marie Johansson
Skinfaxi
33