Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 18
Landsmót á höfuðborgarsvæðinu Rætt við Kristján Sveinbjörnsson, formann Landsmótsnefndar UMSK, um 20. Landsmót UMFÍ að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990 Loftmynd afverðandi Landsmótssvœði árið 1990, Varmá í Mosfellssveit. Nú er það stóra spurningin hvort tekst að ná saman fjármagni tii að framkvœma þann sjálfsagða hlut að setja gerviefni á hlaupahrautir. Mynd K.S. Landsmótsnefnd UMSK hefur hafið störf fyrir all nokkru síðan til þess að undirbúa 20. Landsmót UMFI í Mosfellsbæ árið 1990. í þessari nefnd eru þeir Kristján Sveinbjömsson sem er formaður, Halldór Frímannsson, varaformaður, GunnarPáll Pálsson, ritari, Katrín Gunnarsdóttir og Þórarinn Jónsson sem var tilnefndur af Mosfellsbæ. Skin- faxi tók formanninn, Kristján Sveinbjörnsson, tali um væntanlegt Landsmót. -Hvað hefur nú helst borið á góma í starfi Landsmótsnefndar til þessa? “Það er auðvitað ýmislegt, af ýmsum toga. Á einum af fyrstu fundunum feng- um við t.d. Guðna Halldórsson, framkvæmdastjóra Landsmótsins á Húsavík í fyrrasumar, til spjalls og ráðagerða. Hann sagði okkur af reynslu sinni varðandi Landsmótið síðasta og kom með ýmsar hugmyndir fyrir okkur sem við höfum notast við. Einkennistáknið Eitt af því sem við erum nú að skoða er uppsetning stórs auglýsingaskiltis nálægt Varmá í Mosfellsbæ. Hugmyndin er að selja fyrirtækjum aðgang að þessu skilti sem það hefði þá fram að Landsmótinu. Einnig er verið að vinna að gerð einkennistákns Landsmótsins ásamt merki þess. Merki hafa Landsmótin haft um árabil en Þingeyingar tóku upp á því að hafa einkennistákn, Víkinginn, fyrir mótið. Við höfum fengið auglýsingateiknara, Örn Guðnason sem menn þekkja kannski, til þess að vinna hugmyndir að einkennistákni. Örn hefur teiknað merki fyrir fjölda félaga um allt land. Hann teiknaði reyndar Víkinginn sem einkenndi síðasta Landsmót. Við höfum fengið þá hugmynd að nota Tjaldinn sem tákn Landsmótsins að Varmá og Örn er að vinna úr því. En þetta er auðvitað ekkert endanlega ákveðið. Svoerþaðmerkið. Viðerumaðhugsaum að setja af stað samkeppni meðal íbúa á sambandssvæði UMSK um útlit merkis- ins.” Fleiri íþróttagreinar -Hvað með íþróttagreinarnar sjálfar á Landsmóti? Nú velta menn því ætíð mikið fyrir sér, á að bæta við fleiri grein- um o.s.frv. “Jú það eru ákveðnar greinar sem við viljum fá inn í mótið sem ekki hafa verið með. Nú skilst mér að það sé jafnvel almennur vilji fyrir því að bæta inn kvennaknattspymu og sumir nefna bad- minton. En við viljum ganga lengra. Af óskalista get ég nefnt handknattleik karla, fimleika og körfuknattleik kvenna. Það hefur nú verið keppt í fimleikum á Landsmóti áður og fimleikar hafa alltaf verið sýningargrein. Það er ekkert nauðsynlegt að ef íþróttagrein er tekin upp á ákveðnu Landsmóti, verði hún að vera á Landsmótum til frambúðar. Aðalatriðið er að gera hvert Landsmót sem fjölbreyttast og glæsilegast en að það miðist við aðstæður hverju sinni. Það verða mjög góðar aðstæður að Varmá en líklega verður að setja einhverjar greinar í hús, í Kópavogi svo dæmi sé tekið. Og ef ákveðið verður að bæta við 4. keppnisdegi eins og hugmyndir eru uppi um t.d. í Reglugerðamefnd UMFI fyrirLandsmót, 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.