Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 31
4H Að rækta sjálfan sig og umhverfi sitt Anne-Marie Johansson frá Svíþjóð hefur verið búsett að Ásgarði í Grímsnesi á Suðurlandi í sumar í tengslum við ungmennaskipti UMFI. Hún er meðlimur í 4H samtökunum í Svíþjóð og segir í þessari grein frá þeim samtökum. Anne Marie Johansson skrifar Ég heiti Anne-Marie Johansson og er skiptinemi ykkar frá Svíþjóð eða IFYE =International 4H Youth Exchange (Alþjóðleg ungmennaskipti 4H klúbbanna). Samtökin í Svíþjóð sem ég er félagi í heita 4H og ég veit ekki til þess að eitthvað sem líkist þeim sé til hér á landi. En UMFÍ er aðili að þessum ungmennaskiptum. Mig langar til að segja ykkur frá 4H samtökunum. 4H þýðir Höfuð, Hjarta, Hendur og Heilsa. Höfuðið er fyrir þekkingunar, hjartað er fyrir samúð eða vináttu og heilsa er fyrir heilbrigt líf. 4H eru alþjóðleg samtök, sem er að finna í u.þ.b. 80 löndum. Aldur félagsmanna í Svíþjóð er 7-25 ára. Starfið byggist upp á almennum lærdómi, vinnu að landbúnaði, skógrækt, heimilis- og húshaldi. Einnig er lögð áhersla á íþróttir, útilegur og tómstundaiðju ýmis konar. Sá hluti starfsins sem snertir landbúnað er fyrst og fremst umönnun algengustu húsdýra okkar. Kýr, kindur, svín, hænur, geitur, og hesta. Einnig erum við með minni dýr eins og ketti og hænur. Víða um Svíþjóð starfrækjum við svonefnda 4H bóndabæi. Bæimir eru reknir eins og venjulegir bóndabæir, nema að þeir eru opnir fyrir böm og unglinga, sem hjálpa til við að sjá um dýrin. Sumarbúðir Á sumrin sjá 4H félögin um sumarbúðir á bóndabæjum um mest allt landið. Þangað koma börn og unglingar á aldrinum 9 - 14 ára sem sjaldnast eru klúbbfélagar, í eina viku eða lengri tíma og fá að kynnast dýrunum og læra um þau. Keppnisíþróttaiðkun er ekki ífyrsta sœti hjá félögum í 4 H samtökunum. Hins vegar er mikil áhersla lögð á holla hreyfingu. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.