Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 32
4H Meðlimir félaganna ákveða sjálfir hvað skuli tekið fyrir. 4H eru lýðræðisleg samtok sem byggja á því að hver og einn félagi hafi eitthvað til málanna að leggja. Hverfélagi hefur eitt atkvæði. einnig fá þau að rækta grænmeti og margt fleira. Ræktun á nytjajurtum er algeng starfsemi meðal félaganna. Bömin fá t.d. að vita hvernig salatið, gúrkan og kryddjurtir líta út áður en þær eru keyptar í búðinni. Samhengi dýra og náttúru Starfið í skóginum snýst um að læra að skilja samhengið í hinni villtu náttúru, á Að kynnast náttúrunni. milli dýranna og jurtanna, vita aðeins meiraum það sem við sjáum daglega. T.d. hvað þarf að gera í skóginum svo að hann vaxi og dafni. Hvort einhver dýrategund þurfi hjálpar við. Til þess að komast að þessu þarf maður að stunda útiveru. Það er farið í margar ferðir og útilegur og matur eldaður úti, róið, lært að nota landabréf, h vaða jurtir er hægt að borða og margt fleira. Hvað þýðir heimili og heimilishald? Þar bökum við og lögum mat saman. Við fáum að vita að úr mjólkinni fáum við smjör, ost, rjóma og margt fleira. Einnig hvað við notum úr jurta- og dýraríkinu. T.d. að kindumar eru rúnar og ullin er kembd og spunnin ti 1 að gera úr henni gam sem síðan er ofið svo að úr verði fataefni. Og áfram höldum við og saumum einhverjaflík úrefninu. Eða nota ullina til að gera úr henni “flóka “, sem við gerum mjög oft. Að kemba og spinna er gömul handa- vinna, sem við viljum ekki að týnist niður. Næsta kynslóð á rétt á að fá líka að vita hvemig þetta fórfram. Þau eru mörg fleiri gömlu handverkin, sem fáir kunna ennþá. Við reynum með starfi okkar að láta þau ekki falla í gleymsku. Öll þessi starfsemi 4H klúbbanna byggir á á kjörorðunum “Við lærum á því að framkvæma h I utina.” Maður verður að fá að reyna, prófa hlutina sjálfur. Ekki bara að lesa um hlutina eins og hefðbundinn skólalærdómur felur í sér. A öllum þessum sviðum höfum við nokkuð sem við köllum 4H fyrirtækin. Klúbbfélagarnir geta valið sér verkefni á hverju sviði fyrir sig eða öllum, sem þau stunda þá heima hjá sér. Þar má nefna bakstur, umönnun dýra, ræktun grænmetis eða fiskveiðar. Þátttakendur hafa bók þar sem þau skrifa niður reynslu sína, eins og hvað þau hafi gert, hve mikla vinnu þau hafi lagt af mörkum o.s.frv. Fjármálum eru líka gerð skil, þau læra t.d. um útlagðan kostnað. Aðstoð fá þau úr handbókum ogfrá leiðbeinendum 4H samtakanna sem koma í heimsókn og gefa góð ráð. Félagið. Meðlimir félaganna ákveða sjálfir hvað skuli tekið fyrir. 4H eru lýðræðisleg samtök sem byggja á því að hver og einn félagi hafi eitthvað til málanna að leggja. Hverfélagi hefureitt atkvæði. Þess vegna fylgirfélagsvitundin sjálfkrafameð. Allir félagamir koma saman og kjósa sér stjóm. Ég er sjálf “ alin upp” í félagi þar sem enginn virkur félagi var eldri en 18 ára. Frá 10 ára aldri og fram til 18 ára, sáum við í stómm dráttum um allt sem gera þurfti og er það ekkert óvanalegt. En auðvitað eru líka mörg félög sem hafa eldri félaga. Þrátt fyrir það þurfa þeir ekki að gera allt, heldur láta alla bera einhverja ábyrgð og það virkar heldur uppörvandi en hitt. A hverju ári höfum við venjulega tvo "Öll staifsemi 4H klúbbanna byggir á kjörorðunum "Við lœrum á því að framkvœma hlutina." Maður verður aðfá að reyna.prófa hlutina sjálfur. Ekki bara lesa um hlutina eins og hefðbundinn skólalœrdómur felur í sér." 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.