Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 5
Molar Ungmenna og íþróttafélög. Fáiö myndalistann okkar næst þegar þið þurfið að veita skemmtilega viðurkenningu. Við getum ýmislegt gert fyrir ykkur. Tímamót eru í vændum hjá fimleikafólki. A.m.k. á Reykjavíkursvæðinu. Tímamótin felast í því að víða eru nú væntanlegar gryfjur í húsum þar sem fimleikar eru æfðir. Þar má nefna hið nýja hús sem er að rísa á Seltjamamesi. í Ármannsheimil- inu er verið að koma fyrir gryfju, einnig í húsi Digranesskólans í Kópavogi. Nú er þetta orðið spuming um að sitja ekki eftir missa ekki iðkendur yfir til annarra félaga. Ekki er enn ljóst hvenær þessi “bylting” verður en þess verður eflaust ekki langt að bíða.. Þess má geta hér, í framhaldi af gryfjumálum fimleikafólks að nokkrar líkur em á að hér verði á næstunni haldið mikið alþjóðlegt fimleikamót. Lovísa Einarsdóttir sótti þing Alþjóða fimleikasam- bandsins í Seoul á meðan Olympíuleikamir stóðu yfir. Þar vann hún ákaft að því að fá hingað frægt fimleikafólk og mun henni hafa orðið vel ágengt. En þetta skýrist allt á næstunni... Stöðugt er verið að taka nýja 'þróttavelli í notkun. í sumar voru þeir fjölmargir. Þar má nefna völl á Homafirði sem er að komast í notkun, á Bíldudal, á Suðureyri, á Hvolsvelli en ungmennafélagið þar, Baldur, á 60 ára afmæli í ár. í Dölunum hafa menn einnig unnið að gerð nýs vallar fyrir UDN. Þá var einnig tekinn í notkun nýr völlur hjá Umf. Biskupstungna sem staðsettur er í Reykholti, rétt neðan við félagsheimilið í Ara- tungu. Þar er sundlaug og verða búnings- klefar hennar samnýttir nieð íþróttavellinum nýja. Þessi völlur hefur tekið ein 9 ár í byggingu þar sem mikill tími fór í að ræsa fram svæðið sem var ein mýri. Völlurinn er reyndar ekki enn tilbúinn að fullu, grasvöllurinn er tilbúinn ásamt kúluvarpshring en eftir að er að leggja endanbleg malarlag á hlaupabrautir. Þar sem Umf. Biskupstungna átti 80 ára afmæli á þessu ári þótti nauðsynlegt og sjálfsagt að taka völlinn í notkun. Þriggja félaga mótið svonefnda var því haldið á nýja vellinum þann 20. ágúst í sumar en í þessu móti taka þátt Laugdælir, Hvöt og Tungnamenn. Plantað hefur verið nokkrum trjám við völlinn en umhverfi hans er ekki fullfrágengið. Því verki á hins vegar að ljúka næsta sumar. Það eru áreiðanlega fleiri vellir á síðasta snúningi eða hafa verið teknir í notkun í sumar. Væri gaman að heyra frekar af því.... Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.