Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 26
Samhygð/Vaka Samhygðar/V ökumót í 50 ár Sérverðlaunahafar á 50. Samhygðar/Vökumótinu. F.v. Einar Haraldsson, Vöku, stigahœsti karl með 15 stig. Pétur Guðmundsson, Samhygð. Hann vann besta afrek karla; 18.63 m. íkúluvarpi. Ingibjörg Ivarsdótir, Samhygð sem varð stigahœsta konan með 21 stig. Unnur Stefánsdóttir, vann besta afrek kvenna; 2:31,9 í800 m. hlaupi. 50. íþróttamót ungmennafélaganna Samhygðar og Vöku var haldið við Félagslund 20. ágúst sl. Þessi tvö félög í Amessýslu hafa háð íþróttakeppni sín á milli allt frá árinu 1939 og aldrei hefur fallið niður ár. Ætla má að mótið sé með hinum elstu á landinu sem haldið hefur verið óslitið. Alla tíð hafa úrslit og umsögn um mótin verið færð inn í bækur sem nú eru orðnar mjög merkileg heimild um íþróttaárangur innan þessara félaga í gegnum árin. Af bókinni má ráða að mótin hafi á árum áður verið mikil sveitarhátíð þar sem allir komu sem vet- tlingi gátu valdið. Þau virðast einnig hafa verið nokkuð merkilegir fþróttaviðburðir á landsmælikvarða sem sést á því að forsetar ISI voru þar mótsstjórar árum saman. I upphafi var Stefán Upphafsmaður mótanna var Stefán Jasonarson í Vorsabæ sem var um árabil formaður Umf. Samhygðar. Forsvars- menn Umf. Vöku, sem þá var nýstofnað, tóku hugmyndinni tveim höndum og fyrsta mótið var haldið í Villingaholti, keppt var í átta íþróttagreinum karla en konur kepptu ekki. Á þessu fyrsta móti sigraði Vaka, en félögin hafa skipt nokkuð með sér sigrinum síðan. Árið 1940 kepptu konur í fyrsta sinn, í boðhlaupi,en í 80 metra hlaupi árið 1945, og nú er komið á jafnræði kynjanna til aðalverðlauna mótsins. Aðallega hefur verið keppt í frjálsíþróttum og hafa keppnisgreinar tekið nokkrum breytin- gum í áranna rás. Karlar keppa nú í 7 greinum en konur í 6. Á tveim fyrstu mótunum var keppt í reiptogi en síðan var það fellt niður að bestu manna yfirsýn þar sem við lá að uppúr syði meðal áhorfenda og kep- penda. Glíma var geysi vinsæl á mótunum lengi framanaf, var síðasta keppnisgreinin og oft urðu þar óvænt úrslit. Glímumenn úr þessum félögum stóðu oft fremstir í flokki á landinu, urðu ma. glímukóngar Islands, sigruðu á Landsmótum UMFI og Skjaldarglímu Skarphéðins. Hefur glímukeppni Samhygðar og Vökumótanna eflaust hvatt unga menn til að stunda glímu og æfa af kostgæfni. Síðasta glímukeppni mótanna fór fram árið 1969 en ekki er að vita nema hún verði endurvakin á næstunni því áhugi fyrir henni fer sífellt vaxandi. Afreksmennirnir Iþróttavallarmál félaganna hafa verið með misjöfnu móti þessi 50 ár. Þeirvellir sem fyrstu mótin fóru fram á teljast ekki löglegir í dag vegna halla á landinu, en nú er keppt á völlum sem eru löglegir að öðru leyti en því að 400 metra hringbraut næst varla lögleg. í gegnum tíðina hafa þessi tvö félög átt marga afreksmenn í íþróttum á landsmælikvarða, dæmi eru um það að menn hafi keppt á 8 mótum í röð hér áður fyrr, og jafnvel unnið flestar greinar. Þennan tíma hafa félögin, yfirleitt bæði, átt keppendur í liði HSK á öllum Landsmótum UMFÍ. Margireru kallaðir ef nefna á afreksmenn mótanna en hér verða nefndir þrír sem kepptu á afmælismótinu. Jason Ivarsson, Samhygð hefur unnið þrístökkskeppni mótanna samfellt í 17 ár, og átta ár samfleytt varð hann stigahæstur allra keppenda. Helsti stórafrekamaður mótanna er Pétur Guðmundsson, Samhygð sem hefur verið yfirburðamaður í köstum og fyrsti keppandi þessara félaga á Olympíuleikum. Unnur Stefánsdóttir Samhygð á einstæðan feril að baki, hefur keppt á 20 mótum og unnið alls 38 sigra á þeim, hún á nú sæti í Landsliði Islands og er enn á fullu í keppni. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.