Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.10.1988, Blaðsíða 34
Fyrsta landsliðsferð glímumanna Hópurim semfór íferðina. F.v., aftari röð; Árni Unnsteinsson, Arnar Marteinsson, Heimir Eðvarðsson, Baldvin Viggósson, Jóhannes Sveinbjörnsson, lngibergur Sigurðsson, Arngrímur Jónsson. Fremri röð f.v. Auðunn Jónsson, Karl Erlingsson, Tryggvi Héðinsson,ArngeirFiðriksson,SœvarSveinsson,HilmarÁgústsson og JónB. Valsson. Glímumenn standa í ströngu - “Lands- leikir” í Bretlandi og sumarbúðir fyrir böm á Snæfellsnesi Glímumenn hafa undanfarin misseri verið í víking eins og komið hefur fram í fjölmiðlum nýverið. Síðast var það í ágústmánuði í sumar að ferðast var um Frakkland og Bretland, sýnd glíma og glímt í Gouren og Axlatökum, þarlendum glímutökum. Þar var íslenskt unglinga- landslið í glímutökum á ferð í fyrsta sinn. Hver hefur árangurinn verið af fyrrnefndum ferðum og hvað ber framtíðin í skauti sér? Þessar spumingar voru lagðar fyrir Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra Glímusambands Islands. Unglingalandslið í glímu “Við fórum í sumar með tvo hópa er- lendis, til Frakklands og Bretlands og Skotlands. Annar hópurinn var full- orðnir, hinum hópnum má sjálfsagt gefa nafnið unglingalandslið Islands í glímu. 1 þessum hópi voru flestir af efnilegustu glímumönnum landsins. Þetta landslið (undir 18 ára) glímdi Cumberland glímu við Englendinga. Þetta erí fyrsta sinn sem Glímusamband Islands sendir landslið glímumanna erlendis til keppni við aðrar þjóðir. Úrslit í þessari Cumberland “landsliðaglímu” urðu þau að Englend- ing-ar unnu með 16 vinningum gegn 9. Það er í sjálfu sér ekkert svo slakur ár- angur miðað við að Englendingar hafa margra alda hefð fyrir Cumberland glímu í sínu heimalandi. Það má í raun segja að þessi ferð hafi í heild tekist frábærlega. Við sýndum mikið glímu í ferðinni en tókum einnig þátt í Axlatökum og Gouren en það eru keltnesk glímutök. Hápunktur ferðarinnar átti nú að vera á svonefndum Grasmere leikum sem eru í samnefndu héraði við landamæri Englands og Skot- lands. Þessa leika sem haldnir eru árlega, sækja allt að 25000 manns en vegna leiðinda veðurs var fjöldinn aðeins um 5000 manns. Þama sýndum við hins vegar glímu, þ.e. unglingaliðið. Strákamir skiptu m.a. liði og kepptu í bændaglímu. Síðan var áhorfendum boðið að reyna sig og vakti það mikla lukku. Arnar Bretlandsmeistari En það má kannski segja að einna athyglisverðasta atriðið í þessari ferð hafi verið að Amar Marteinsson varð Bret- landsmeistari í opnum flokki í Axla- tökum í Rothesay. Þá varð hann einnig IFCW meistari í Gouren glímu. Skammstöfunin er fyrir heildarsamtök þeirra landa sem keppa í Gouren og Axlatökum og Island er nýlega orðinn aðili að.” -Hvað margir glímumenn tóku þátt í þessum víking í sumar? I heild voru þetta 13 glímumenn, þaraf 6 strákar 18 ára og yngri. I eldri hópinn vantaðireyndarGarðar Vilhjálmssonsem ekki komst með vegna vinnu sinnar. Gestgjafar okkar í voru heldur súrir yfir því að fá ekki Garðar. Þeir þekkja hann úr fyrri ferðum okkar og hafa hrifist mjög af honum. Þeir voru tilbúnir að borga allan kostnað af ferð hans ef það nægði til að fá hann. Svo varð þóekki. Garðarhefurlagt flest alla andstæðinga sína í Axlatökum með miklum glæsibrag í fyrri utanferðum glímumanna þó hann hafi verið að keppa við sér mun reyndari menn í þessari grein. En Garðar fær sjálfsagt tækifæri til að keppa í þessari grein þar næsta vetur því þá mun Glímusambandið standa fyrir Meistarmóti á vegum IFCW hér á landi í 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.